is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11425

Titill: 
 • Staðlaðir samningsskilmálar við gerð samninga og túlkun þeirra
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Á síðastliðnum áratugum hefur notkun staðlaðra samningsskilmála aukist gríðarlega á hinum ýmsu sviðum viðskipta. Er það fyrst og fremst hinn mikli hraði viðskiptalífsins og fjöldaframleiðsla nútímasamfélags sem krafist hefur skjótvirkra aðferða við samningsgerð og hafa staðlaðir samningsskilmálar gegnt lykilhlutverki í því sambandi. Þrátt fyrir að notkun staðlaðra samningsskilmála hafi margs konar hagræði í för með sér og auki skilvirkni í viðskiptum manna á milli hefur hin mikla notkun þeirra einnig leitt af sér ýmis lögfræðileg vandamál sem segja má að séu sérstaks eðlis. Er það ástæða þess að myndast hefur sérstök undirgrein í samningarétti á Norðurlöndum sem kölluð hefur verið „standardavtalsrett“.
  Í þessari ritgerð verður fjallað um notkun staðlaðra samningsskilmála við gerð samninga og túlkun þeirra. Í öðrum kafla ritgerðarinnar er að finna almenna umfjöllun um meginregluna um samningsfrelsið og verður þar stiklað á helstu efnisþáttum hennar. Einnig verður skoðuð sú þróun sem átt hefur sér stað frá algjöru samningsfrelsi einstaklingsins til notkunar staðlaðra samningsskilmála á nánast öllum sviðum viðskipta.
  Í þriðja kafla verður fjallað almennt um staðlaða samningsskilmála. Verður þar gerð grein fyrir hugtakinu staðlaður samningur og megintegundum staðlaðra samningsskilmála. Jafnframt verður fjallað um þá kosti og galla sem notkun þeirra hefur í för með sér. Því næst verður vikið að helstu notkunarsviðum staðlaðra samningsskilmála hér á landi.
  Í fjórða kafla verður fjallað um það hvernig staðlaðir samningsskilmálar verða hluti af samningi aðila og farið verður yfir þær meginreglur sem taldar eru gilda í því sambandi. Auk þess verður fjallað um þær sérstöku kröfur sem gerðar eru við mat á því hvort íþyngjandi ákvæði staðlaðra samningsskilmála geti talist hluti af samningi. Ennfremur verður vikið að því hvaða áhrif það hefur ef stöðluðum samningsskilmálum er bætt við eða þeim breytt eftir að samningsgerð er lokið. Þarnæst verður fjallað um þau sérsjónarmið sem talin eru eiga við þegar metið er hvort svokallaðir „shrink-wrap“ og „click-wrap“ skilmálar hafi orðið hluti af samningi auk þess sem þau hugtök eru nánar skilgreind. Einnig verður fjallað um það álitaefni þegar tveir eða fleiri staðlaðir samningsskilmálar eru taldir hafa orðið hluti af samningi en efni þeirra stangast á. Í ensku lagamáli hefur það álitaefni verið kallað „battle of the forms“. Að lokum verða rakin þau sérsjónarmið sem talin eru eiga við þegar metið er hvort staðlaðir skilmálar í kaupsamningum, sem gerðir eru í gegnum netið, geti talist vera hluti af samningi.
  Í fimmta kafla verður fjallað um túlkun staðlaðra samningsskilmála. Verður þar m.a. fjallað almennt um þau meginsjónarmið sem gilda um túlkun allra samninga. Einkum verður þó fjallað um þau meginsjónarmið og reglur sem koma sérstaklega til skoðunar við túlkun staðlaðra samningsskilmála. Þá verður einnig fjallað um þau sjónarmið sem talin eru eiga við um túlkun íþyngjandi staðlaðra samningsskilmála.

Samþykkt: 
 • 7.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11425


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð - Tinna - skemman.pdf859.59 kBLokaður til...06.05.2132MeginmálPDF
Forsíða.pdf106.26 kBLokaður til...06.05.2132ForsíðaPDF