is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11431

Titill: 
  • Geldingarótti og geldingarþrá. Greining á 101 Reykjavík og Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helgason
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar eru tvær bækur Hallgríms Helgasonar: Þetta er allt að koma (1994) og 101 Reykjavík (1996). Aðalpersónur verkanna verða greindar út frá kenningum Bakhtins um karnivalið, skrifum Judith Butler um leikið kyn og hugmyndum um hinn táknræna fallus. Hugmyndir um fallusinn eru miðlægar í báðum bókunum eins og við munum sjá. Í tilfelli Ragnheiðar Birnu, aðalsöguhetju Þetta er allt að koma, vill hún losna við hinn lesbíska fallus sem hefur verið þröngvað upp á hana svo að hún geti fengið kyngervi sitt sem konu staðfest af samfélaginu. Hin karnivalíska endurnýjun vinnur hins vegar á móti henni svo að staðfestingin fæst ekki fyrr en langt er liðið á ævi hennar. Aðalpersóna 101 Reykjavík, Hlynur Björn, er aftur á móti hræddur um að missa sinn fallus. Sú hræðsla er tilkomin vegna djúpstæðrar ödipusarduldar og þar af leiðandi geldingarótta.

Samþykkt: 
  • 7.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11431


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - Olga Cilia.pdf612.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna