is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11432

Titill: 
  • Fjárhagslegur aðskilnaður á grundvelli 14. gr. samkeppnislaga
  • Titill er á ensku Financial separation based on article 14 of the Icelandic competition law
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á framkvæmd samkeppnisyfirvalda á fjárhagslegum aðskilnaði á grundvelli 14. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Með greininni er Samkeppniseftirlitinu veitt heimild til þess að skilja að rekstur opinbers fyrirtækis, fyrirtækis sem nýtur opinbers einkaleyfis eða verndar og þess hluta fyrirtækisins sem starfar á frjálsum markaði. Megintilgangur ákvæðisins er að koma í veg fyrir niðurgreiðslu ríkisins á atvinnustarfsemi sem starfrækt er á frjálsum markaði.
    Í öðrum kafla ritgerðarinnar farið stuttlega yfir samkeppnisrétt á Íslandi og uppbyggingu stjórnsýslu á þeim vettvangi. Sá kafli er almennur kafli um samkeppnisrétt auk þess sem farið er yfir sögu 14. gr. skl. og þær breytingar sem orðið hafa á ákvæðinu í gegnum tíðina.
    Í þriðja kafla ritgerðarinnar er könnuð erlenda réttarframkvæmd á þessu sviði. Þar sem norræn löggjöf er að mörgu leyti lík innbyrðis þótti rétt að kanna hvort í gildi væru sambærilegar heimildir og 14. gr. skl. á öðrum Norðurlöndum. Höfundur taldi víst að sambærilegar heimildir væri að finna í löggjöf norrænna ríkja. Annað kom þó á daginn en í þriðja kafla ritgerðarinnar er farið yfir hvernig fjárhagslegum aðskilnaði er háttað í Danmörku. Einnig er farið yfir heimildir annarra ríkja til uppskiptingar á fyrirtækjum en í fjárhagslegum aðskilnaði má segja að felist uppskipting á fyrirtæki.
    Í fjórða kafla ritgerðarinnar, sem er jafnframt meginefni hennar, er umfjöllun um 14. gr. skl. Í þeim kafla er farið yfir tilgang greinarinnar og gildissvið hennar auk þeirra skilyrða sem uppfylla þarf svo henni verði beitt. Umfjöllunin um 14. gr. skl. byggir að mestu á framkvæmd samkeppnisyfirvalda þar sem ekki hefur verið skrifað mikið um ákvæðið.
    Í fimmta kafla er farið yfir framkvæmd fjárhagslegs aðskilnaðar. Þegar samkeppnisyfirvöld hafa tekið þá ákvörðun að ákveðinn aðili skuli skilja fjárhagslega á milli hluta starfsemi sinnar vaknar sú spurning hvað felist í fjárhagslegum aðskilnaði. Fyrst eftir gildistöku 14. gr. skl. var ekki til að dreifa neinum reglum um framkvæmd fjárhagslegs aðskilnaðar og óvissa var um hvað fælist í hugtakinu. Í kaflanum er dregin upp mynd af þeirri framkvæmd sem hefur mótast á því sviði, farið er yfir framkvæmd samkeppnisyfirvalda og ályktanir um framkvæmd fjárhagslegs aðskilnaðar dregnar af þeirri yfirferð.
    Í sjötta kafla ritgerðarinnar er gerð grein fyrir 16. gr. skl. og þeim breytingum sem á henni hafa orðið á síðustu árum. Auk þess eru rakin álit þar sem 16. gr. skl. er beitt einni og samhliða 14. gr. skl. Að lokum eru greinarnar tvær bornar saman, meðal annars gildissvið þeirra, og þeirri spurningu svarað hvort 16. gr. skl. verði hugsanlega beitt í stað 14. gr. skl. til þess að skilja fjárhagslega á milli hluta fyrirtækis, sem að öllu jöfnu fellur undir 14. gr. skl.

Samþykkt: 
  • 7.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11432


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð 6 maí.pdf602.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna