is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11435

Titill: 
  • Sannleiksreglan í sakamálaréttarfari
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sannleiksreglan, eða reglan um að leiða beri hið sanna í ljós, er ein af meginreglum íslensks sakamálaréttarfars. Samkvæmt henni skal rík áhersla lögð á að komast að hinum efnislega sannleik í hverju sakamáli. Svo því markmiði verði náð verður að halda regluna í heiðri á öllum stigum meðferðar sakamáls, þ.e. af hálfu rannsóknara, ákærenda og dómara, enda er í sakamálalögunum að finna ákvæði sem tryggja eiga framgang hennar í meðförum nefndra aðila.
    Í 2. kafla ritgerðarinnar er stuttlega vikið að tengslum sakamálaréttarfars við aðrar greinar lögfræðinnar, að því leyti sem nauðsynlegt þykir fyrir umfjöllunarefnið. Að því búnu er í 3. kafla fjallað almennt um meginreglur laga, auk þess sem sérstaklega er vikið að því hvar og hvernig meginreglur sakamálaréttarfars birtast og þeim sjónamiðum er liggja þeim til grundvallar. Þá er í 4. kafla að finna meginefni ritgerðarinnar. Þar er fyrst litið til þess hvernig þróun sannleiksreglunnar í íslensku sakamálaréttarfari hefur verið háttað og nánar vikið að þeim sjónarmiðum sem að baki henni búa. Því næst eru einstakir þættir reglunnar teknir til athugunar. Annars vegar snýr sú umfjöllun að því hvernig reglan horfir við þeim stjórnvöldum sem koma að meðferð sakamála, þ.e. rannsóknurum og ákærendum, og hins vegar hvernig hún horfir við dómurum, þar sem gildissvið hennar, eins og það er afmarkað í lögum, er afmarkað. Í 5. kafla er loks kannað hvort ráða megi af dómaframkvæmd tilhneigingu til ómerkingar eða frávísunar annars vegar eða efnismeðferðar hins vegar í þeim málum þar sem grundvelli málshöfðunar eða málsmeðferð fyrir héraðsdómi hefur að einhverju leyti verið áfátt með tilliti til sannleiksreglunnar.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að sannleiksreglan geri töluverðar kröfur til þeirra aðila sem koma að meðferð sakamáls. Hún krefjist þess af rannsóknurum og ákærendum að þeir sinni störfum sínum af natni og á hlutlægan hátt. Þá kveði hún á um skyldu dómara, við ákveðnar aðstæður, til að grípa til aðgerða svo mál megi verða eins vel upplýst og kostur er. Svo virðist þó sem skyldur allra þessara aðila samkvæmt sannleiksreglunni geti á einn eða annan hátt takmarkast af öðrum þáttum, til að mynda af kröfum um óhlutdrægni dómstóla. Veigamestur þeirra þátta er hins vegar óneitanlega reglan um sönnunarbyrði ákæruvaldsins, þar sem leiða má líkur að því að aukin áhersla á hana í dómaframkvæmd hafi leitt til þess þau ákvæði sakamálalaganna, sem byggja á sannleiksreglunni, hafi nú töluvert minna raunhæft gildi en áður.

Samþykkt: 
  • 7.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11435


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MAritgerdVilhelmina.pdf2.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna