is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11437

Titill: 
  • Fylgifé fasteigna
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um fylgifé fasteigna. Fylgifé tengist ýmsum öðrum eignum en fasteignum, t.d. skipum og flugvélum. Hér verður einblínt á fylgifé fasteigna og orðið fylgifé einungis notað í þeirri merkingu. Í fræðikerfi lögfræðinnar falla efnistök ritgerðarinnar undir fjármunarétt, nánar tiltekið eignarétt og fasteignakauparétt. Einnig verður fjallað um fylgifé í tengslum við leigurétt og nauðungarsölu. Byrjað verður á að skilgeina hugtökin eign, eignaréttindi og fasteign. Því næst verður fjallað ítarlega um þær réttarheimildir, sem snerta fylgifé fasteigna, og rýnt í hvern lagabálk fyrir sig. Í kjölfarið verða samningar aðila skoðaðir og helstu skyldur kaupanda og seljanda við samningsgerð í fasteignaviðskiptum. Farið verður yfir notkun staðlaðra samningsskilmála og þýðing neytendakaupa í fasteignakaupum útskýrð. Einnig verður borið saman fylgifé ólíkra fasteigna, s.s íbúðarhúsnæðis, atvinnuhúsnæðis, jarða og sumarhúsa. Litið verður yfir farin veg í þróun fylgifjár, auk þess sem athugað verður hvað er að gerast í þessum efnum hjá frændum okkar á Norðurlöndum og öðrum völdum Evrópuþjóðum. Að lokum verður rýnt í skyldur fasteignasala í tengslum við fylgifé. Í umfjölluninni er töluvert stuðst við dómaframkvæmd og vísað til Hæstaréttardóma, og einnig héraðsdóma og úrskurða eftir því sem við á.

Samþykkt: 
  • 7.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11437


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Asdis Rosa MAlokautgafa.pdf726.41 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Kaupsamningstexti viðauki.pdf294.92 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Forsíða1.pdf40.24 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna