is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11438

Titill: 
 • Titill er á ensku Platelet lysates manufactured from fresh and expired platelet concentrates as a culture supplement for human, bone marrow-derived mesenchymal stem cells: Effects on morphology, expansion, osteogenic differentiation and immunomodulation
 • Blóðflögulýsöt framleidd úr ferskum og útrunnum blóðflögueiningum sem íbæti fyrir vaxtaræti mesenchymal stofnfruma úr beinmerg manna: Áhrif á útlit, vöxt, beinsérhæfingu og hæfni til ónæmismótunar
Námsstig: 
 • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
 • Mesenchymal stofnfrumur (MSC) eru fjölhæfar frumur sem hægt er að einangra úr beinmerg manna. Þær hafa hæfni til ónæmismótunar og búa yfir þríþátta sérhæfingarhæfni yfir í bein, brjósk og fitu. Frumurnar hafa verið rannsakaðar með tilliti til þessa, og þá sérstaklega hæfni til ónæmisbælingar og beinsérhæfingar skoðuð til notkunar í læknisfræði. Kálfasermi er oftast notað til ræktunar á MSC frumum en nauðynlegt er að finna staðgengil í stað kálfasermis ef nota á MSC frumur í læknisfræði, vegna óæskilegra eiginleika, hugsanlegs ónæmissvars þega og smithættu.
  Blóðflögulýsöt úr blóðflögum manna eru hugsanlegur staðgengill kálfasermis. Árlega rennur stór hluti þeirra blóðflögueininga sem framleiddar eru í blóðbönkum út og er þeim þá fargað. Hugsanlega er hægt að nýta þessar útrunnu einingar til að útbúa blóðflögulýsöt til ræktunar á MSC frumum. Blóðflögulýsöt eru oftast unnin úr ferskum blóðflögum og því vantar upplýsingar um áhrif útrunnina eininga á ræktun og eiginleika MSC frumna.
  Einangraðar MSC frumur úr beinmerg manna voru ræktaðar í ræktunaræti, bættu með kálfasermi fyrir MSC frumur og ræktunaræti bættu með blóðflögulýsötum unnum úr ferskum eða útrunnum blóðflögueiningum. Skoðuð voru áhrif ætisins á útlit, vöxt og hæfni til ónæmismótunar og beinsérhæfingar.
  Tegund ræktunarætis hafði ekki áhrif á hæfni til ónæmismótunar eða beinsérhæfingar. Vöxtur var hraðari hjá frumum ræktuðum í blóðflögulýsati úr ferskum eða útrunnum blóðflögueiningum samanborið við frumur sem ræktaðar voru í kálfasermi. Smávægilegur munur var einnig á útliti frumnanna í ræktun.
  Hér kemur fram að blóðflögulýsat úr útrunnum blóðflögueiningum getur verið notað sem staðgengill kálfasermis til in vitro ræktunar á MSC frumum, til jafns við blóðflögulýsat úr ferskum einingum, þegar vöxtur og hæfni til ónæmismótunar og beinsérhæfingar er haft í huga.

 • Útdráttur er á ensku

  Mesenchymal stem cells (MSC) are multipotential cells that can be isolated from the human bone marrow. They have been studied based on their differentiation potential, especially towards osteoblasts, chondrocytes and adipocytes, and for their immunomodulatory abilities. With this is mind they are thought to hold a great therapeutic potential for future use in regenerative medicine. MSCs are frequently expanded in fetal bovine serum (FBS) but, due to undesirable features and possible pathogen contamination, FBS needs to be substituted before the clinical use of MSCs is possible. Human platelet lysates (HPL) have been suggested as a substitute to FBS. A significant proportion of platelet units expire and are discarded from blood banks every year. These expired products could serve as a resource for HPL production. Fresh platelet units have frequently been used for HPL production (HPLF) but information about the effects of HPL from expired platelet units (HPLO) on MSCs is lacking.
  Human bone-marrow MSCs acquired from three donors were expanded in mesenchymal stem cell screened FBS (MSC-FBS), HPLF and HPLO supplemented media and effects on morphology, expansion, immunomodulation and osteogenic differentiation were analyzed.
  Expanding MSCs in each of the three different media had comparative effects on immunomodulation and osteogenic differentiation. Proliferation of MSCs expanded in HPL containing media was faster compared to MSCs from MSC-FBS containing media. Slight morphological differences were also observed.
  In this thesis, our results demonstrate that HPL from expired platelet rich concentrates can be used as a substitute of FBS for in vitro culture of MSCs to the same extend as HPL from fresh platelet rich concentrates with regard to MSC proliferation, immunomodulation and osteogenic differentiation.

Samþykkt: 
 • 7.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11438


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sandra Mjoll Jonsdottir Buch - thesis for postgraduate diploma in biomedical sciences.pdf2.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna