is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11440

Titill: 
  • Seðlabankinn sem stjórnvald. Stjórnskipuleg staða og starfsemi í ljósi stjórnsýslureglna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er staða Seðlabanka Íslands í stjórnsýslu ríkisins og þær stjórnsýslureglur sem gilda um starfsemi hans. Í ritgerðinni er gerð grein fyrir stjórnskipulagi Seðlabankans og verkskiptingu milli þeirra aðila sem fara með vald í málefnum bankans. Þá er stjórnskipupuleg staða bankans skoðuð, fjallað um stöðu bankans sem sjálfstæðs stjórnvalds og þær heimildir sem ráðherra hefur til yfirstjórnar og eftirlits með starfsemi hans. Einnig er til umfjöllunar sjálfstæði Seðlabankans út frá ríkjandi hagfræðikenningum um sjálfstæði seðlabanka og hvernig sjálfstæði seðlabanka í stjórnun peningamála horfir við lýðræðiskenningum. Starfsemi Seðlabankans er einnig skoðuð út frá sjónarhorni stjórnsýsluréttar og fjallað um stjórnvaldsákvarðanir bankans í tengslum við almenna seðlabankastarfsemi hans og eftirlit með fjármálamarkaði. Þá er fjallað um málsmeðferðar- og efnisreglur stjórnsýsluréttarins og hvaða áhrif þessar reglur hafa á starfsemi Seðlabankans.

Samþykkt: 
  • 7.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11440


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Haukur Guðmundsson - Seðlabankinn sem stjórnvald 6.5.2012.pdf960.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna