en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11443

Title: 
  • Title is in Icelandic Túlkun samninga. Túlkunarreglur samningaréttar með áherslu á andskýringarregluna
  • Interpretation of contracts
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Viðfangsefni þessarar ritgerðar er túlkun samninga. Lög um samningsgerð umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936 eru ekki tæmandi um allar þær aðstæður sem upp geta komið við gerð, framkvæmd og slit samninga og ekki er alltaf ljóst hvaða merkingu ber að leggja í samninga. Þörf getur því verið á að túlka samninga til að leiða í ljós nánara efni þeirra, og hafa ýmsar reglur og leiðir mótast sem hægt er að grípa til við túlkun samninga. Fjallað er um þær kenningar sem mótast hafa um túlkun og þær túlkunarreglur samningaréttar sem hafðar eru að leiðarljósi við túlkun samninga. Til hliðsjónar eru skoðaðir þeir dómar sem endurspegla beitingu þeirra reglna og kenninga. Aðaláherslan er þó lögð á umfjöllun um andskýringarregluna, sem er að mestu leyti ólögfest en jafnframt rótgróin túlkunarregla í norrænni réttarframkvæmd. Í henni felst að skýra skuli umdeilanleg eða óljós samningsákvæði þeim aðila í óhag, sem samið hefur þau einhliða, eða sem ráðið hefur þeim atriðum til lykta er ágreiningi valda. Þar sem ekki hefur verið mikið um fræðiskrif um regluna hér á landi, var horft til skrifa í dönskum, norskum og sænskum rétti, en mikið hefur verið fjallað um túlkun samninga, og þar á meðal andskýringarregluna, í norrænum rétti. Íslensk dómaframkvæmd er þónokkur um beitingu reglunnar. Til að varpa ljósi á beitingu reglunnar í íslenskum rétti eru teknir til skoðunar þeir helstu dómar þar sem andskýringarreglan kemur skýrlega í ljós sem undirliggjandi sjónarmið við túlkun hinna ýmsu samninga. Til enn frekari skýringa er dómaframkvæmd á Norðurlöndunum skoðuð til hliðsjónar. Einnig eru skoðaðir, með hliðsjón af andskýringarreglunni, þeir dómar Hæstaréttar sem fallið hafa eftir efnahagshrunið á Íslandi er varð haustið 2008, og varða svokölluð erlend lán, eða gengistryggð lán. Að lokum eru ályktanir höfundar um andskýringarregluna dregnar saman og niðurstöður kynntar.

Accepted: 
  • May 7, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11443


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Túlkun samninga. Túlkunarreglur samningaréttar með áherslu á andskýringarregluna.pdf584.22 kBLocked Until...2131/12/31HeildartextiPDF