is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11444

Titill: 
  • Ofgreiddar bætur og bótasvik. Eftirlitsheimildir og málsmeðferðarreglur vegna ofgreiddra bóta og gruns um bótasvik úr almannatryggingakerfinu
  • Titill er á ensku Overpaid benefits and benefit fraud
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Íslenska almannatryggingakerfið er opinbert samtryggingarkerfi sem fjármagnað er af íslenska ríkinu. Almannatryggingar ná til allra þeirra landsmanna sem hafa haft búsetu hér á landi í ákveðinn tíma en bótaréttur er ekki háður því að bótaþegar hafi fyrirfram gert ráðstafanir til að njóta trygginganna. Almannatryggingakerfið er þannig upp byggt að einstaklingar eiga rétt á ákveðnum bótagreiðslum og eiga að fá það sem þeim ber réttur til, hvorki meira né minna. Í flóknu kerfi getur þó auðveldlega komið fyrir að greiðslur til bótaþega séu ekki réttar. Ekki er hægt að setja fram þá staðhæfingu að ofgreiddar bætur séu ávallt til komnar vegna þess að bótaþegar hafi meðvitað ætlað sér að svíkja út hærri bætur en þeim bar réttur til. Eðlilegar skýringar geta vissulega legið að baki ofgreiddum bótum.
    Hugtakið bótasvik er hvergi skilgreint í almannatryggingalöggjöfinni og því erfitt að slá því föstu hvaða háttsemi fellur þar undir. Ef bótaþegar veita rangar upplýsingar eða sleppa upplýsingum án þess að vera meðvitaðir um það eru greiðslur ekki reistar á réttum grundvelli en þá er vart hægt að tala um meðvituð bótasvik. Þegar bótaþegar veita vísvitandi rangar upplýsingar eða leyna upplýsingum, í því skyni að fá hærri greiðslur en þeim ber réttur til, má hins vegar leiða líkum að því að um meðvituð bótasvik sé að ræða.
    Í ritgerðinni verður leitast við að varpa ljósi á þær eftirlitsheimildir sem stjórnvöld hafa og þær málsmeðferðarreglur sem ber að fylgja ef upp kemur grunur um bótasvik. Fjallað verður almennt um almannatryggingar og opinbera aðstoð á Íslandi. Stuttlega verður vikið að þróun almannatrygginga, grundvelli þeirra og helstu gildandi lögum. Gerð verður grein fyrir stjórnsýslu almannatrygginga og rétti einstaklinga til að fá niðurstöðu í máli sínu endurskoðaða hjá æðra stjórnvaldi. Þá verður gerð grein fyrir málsmeðferð við ákvörðun bótaréttar og þeirri upplýsingaskyldu sem hvílir á umsækjanda og bótaþega. Í því sambandi verður gerð grein fyrir þeirri leiðbeiningar- og rannsóknarskyldu sem hvílir á stjórnvöldum. Að endingu verður fjallað um þau úrræði sem eru til staðar til að endurheimta ofgreiddar bætur og viðurlög við bótasvikum.

Samþykkt: 
  • 7.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11444


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ofgreiddar bætur og bótasvik.pdf585.83 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
FORSÍÐA RITGERÐAR.pdf30.97 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna