is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11447

Titill: 
  • Misnotkun á markaðsráðandi stöðu í samkeppnisrétti
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í 11. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 er lagt bann við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Samkvæmt 4. tölul. 1. mgr. 4. gr. skl. er fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu þegar það hefur þann efnahagslega styrkleika að geta hindrað virka samkeppni á þeim markaði sem máli skiptir og það getur að verulegu leyti starfað án þess að taka tillit til keppinauta, viðskiptavina og neytenda. Í þessari ritgerð verður fjallað almennt um misnotkun á markaðsráðandi stöðu í samkeppnisrétti. Framsetning hennar verður með þeim hætti að í kafla eitt verður hugtakið markaðsráðandi staða skilgreint. Í þriðja og umfangsmesta kafla ritgerðarinnar er greint frá misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Undanfarin ár hafa farið fram umræður, meðal annars í evrópskum samkeppnisrétti, um breyttar áherslur við mat á misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Undanfarna áratugi hefur áhersla verið lögð á að ekki þurfi að sýna fram á skaðleg áhrif á samkeppni vegna háttsemi markaðsráðandi fyrirtækja. Á síðari árum hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins álitið að horfa verði frekar til þess, við mat á því hvort háttsemi feli í sér misnotkun, hvort háttsemin skaði samkeppni. Í kaflanum verður þetta mat framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kannað, ásamt því hvort sama eigi við í íslenskum rétti. Talið er að markaðsráðandi fyrirtæki geti réttlætt háttsemi sína með vísan til hlutlægra réttlætingarástæðna. Í ljósi þess verður inntak hugtaksins kannað. Því næst verður fjallað um megintegundir misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Í samkeppnisrétti er venjubundið að skipta tegundum misnotkunar annars vegar í aðgerðir sem fela í sér að efnahagslegum styrk markaðsráðandi fyrirtækis er beitt í því skyni að valda viðskiptavinum eða neytendum beinu tjóni og hins vegar í útilokandi aðgerðir markaðsráðandi fyrirtækis sem valdið geta keppinautum skaða eða hrakið þá út af markaði. Undir fyrrnefnda flokkinn fellur venjulega háttsemi sem kemur fram í a.-d. lið 2. mgr. 11. gr. skl., þó að síðarnefndi flokkurinn geti einnig fallið undir fyrrnefnt ákvæði. Sá háttur verður hafður á að skipta síðarnefnda flokknum í annars vegar aðgerðir sem tengjast ekki verðlagningu markaðsráðandi fyrirtækis og hins vegar í aðgerðir sem tengjast verðlagningu þess. Undir fyrrnefndu aðgerðirnar falla einkakaupasamningar, samtvinnun og sölusynjun, en undir hinar síðarnefndu falla skaðleg undirverðlagning, sértæk verðlækkun, samkeppnishamlandi afslættir, verðþrýstingur og verðmismunun. Að lokum verður efni ritgerðarinnar dregið saman með lokaorðum í fjórða kafla.

Samþykkt: 
  • 7.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11447


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HI_kapa_logfreadi-synishorn1.pdf105.77 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Misnotkun á markaðsráðandi stöðu í samkeppnisrétti_Lárus_Gauti_Georgsson.pdf896.05 kBLokaður til...08.05.2041HeildartextiPDF