is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11449

Titill: 
 • Afbrigðileg beiting sakarreglunnar á sviði sérfræðiábyrgðar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Allir þurfa að leita ráða eða aðstoðar einhvers konar sérfræðings á einhverjum tímapunkti í lífi sínu. Örar breytingar í nútímasamfélagi og þar af leiðandi í fræðum, viðskiptum o.fl., hafa leitt til þess að í sumum tilvikum leita aðilar til sérfræðinga við aðstoð á flóknum álitaefnum. Í öðrum tilfellum er um að ræða sérhæfð svið þar sem það er ekki á höndum margra að leysa tiltekin verkefni. Er því ljóst að sérfræðingar spila mikilvægt hlutverk hjá einstaklingum sem og lögaðilum.
  Í skaðabótarétti hafa sérfræðingar verið taldir tilheyra tilteknum flokki þegar skaðabótaábyrgð þeirra er metin og tekur sú ábyrgð til æ fleiri sviða en áður. Við framkvæmd mats á skaðabótaskyldu sérfræðinga, eru almennt gerðar strangari kröfur heldur en gengur og gerist við beitingu almennra skaðabótareglna. Mælir ýmislegt með því að ábyrgð sérfræðinga sé strangari en ella, þar sem oftar en ekki eru miklir hagsmunir í húfi. Í mörgum tilvikum hvort sem aðilar leita til sérfræðings vegna líkamskvilla eða vegna flókinna viðskipta, þá treysta aðilar því að þekking viðkomandi sérfræðings á tilteknu sviði muni verða þeim til hagsbóta. Er því ljóst að oftar en ekki skipta þessir hagsmunir, aðila miklu máli.
  Þegar leiða á sönnur að því hvort að aðili sé skaðabótaskyldur þarf tjónþoli, þ.e. sá sem fyrir tjóninu verður, að geta sannað tjón sitt. Í mörgum tilvikum er það engum erfiðleikum háð. Hins vegar er raunin sú að þegar um ræðir tjón sem er talið vera af völdum sérfræðings hefur það oft reynst tjónþolum erfitt að sanna tjónið. Skýrist það einna helst á þeim aðstöðumun sem er með aðilum, þ.e. þeirri þekkingu sem sérfræðingurinn býr yfir en ekki tjónþoli en einnig býr sérfræðingurinn oft yfir gögnum sem geta fært sönnur á meint tjón. Hafa dómstólar brugðist við þessu með því að slaka á kröfum til sönnunar með hagsmuni tjónþola að leiðarljósi.
  En hversu ströng á skaðabótaábyrgð sérfræðinga að vera? Hún má ekki vera það ströng að sérfræðingar þori ekki framkvæma verk í hættu við að verða bótaábyrgir þó svo að um smávægileg óhöpp eða mistök er að ræða. Hins vegar má ábyrgðin heldur ekki vera það væg að það bitni á hagsmunum tjónþola sem eru í flestum tilvikum miklir. Getur þetta því verið erfitt mat og oft flókið verkefni fyrir dómstóla að leysa úr. Það er hins vegar nokkuð ljóst að í þeim tilvikum þar sem sérfræðiábyrgð kemur til álita er ástæða til að gera strangar kröfur og í sumum tilvikum slaka á sönnunarkröfum.
  Til þess að hægt sé að sjá í hvaða tilvikum dómstólar telja ástæðu til að slaka á sönnunarkröfum er hæglegast að skoða hvað felst í skyldum sérfræðinga, hvernig þeim ber að haga vinnu sinni og hvenær þeir verða taldir skaðabótaskyldir. Þarf því að skoða til hvaða þátta dómstólar líta við mat á skaðabótaábyrgð sérfræðinga. Starfssvið sérfræðinga er augljóslega ekki einsleitt. Sérfræðingar starfa á mismunandi og ólíkum sviðum og er því ekki hægt að segja að ein algild regla gildi um slíkt mat dómstóla.
  Í þessari ritgerð verður farið yfir sönnunarreglur skaðabótaréttar. Rýnt verður í hina afbrigðilega beitingu sakarreglunnar, þ.e. þegar dómstólar slaka á sönnunarkröfum. Í lokin verður litið til nokkurra sérfræðisviða, skoðað hvað einkennir þau, hver verður talin ástæða þess að sérfræðingar verði gerðir skaðabótaábyrgir og í hvaða tilvikum dómstólar telji ástæðu til að slaka á sönnunarkröfum skaðabótaréttar.

Samþykkt: 
 • 7.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11449


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún Edda Finnbogadóttir.pdf724 kBLokaður til...01.01.2025HeildartextiPDF