is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11451

Titill: 
  • Að vera við stjórnvölinn í eigin lífi: Notendastýrð persónuleg aðstoð á Íslandi og í Svíþjóð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er notendastýrð persónuleg aðstoð. Í upphafi er fræðileg umfjöllun um fötlun og þróun löggjafar er varðar réttindi fatlaðs fólks hérlendis. Notendastýrð persónuleg aðstoð er sérstaklega tekin fyrir en það er þjónustuform sem hefur lengi vel verið í löggjöf á öðrum Norðurlöndum en hefur ekki enn verið sett í lög hérlendis. Hugmyndafræðin á bak við aðstoð af þessu tagi er kynnt í ritgerðinni sem og sú þróun sem hefur átt sér stað á Íslandi varðandi mögulega innleiðingu þjónustunnar í lög. En á síðustu árum hefur farið fram umræða hér á landi um að innleiða þetta þjónustuform fyrir fatlaða einstaklinga.
    Rannsóknarspruningarnar eru: hver skilgreiningin er á notendastýrðri persónulegri aðstoð, hvert er stefnt með þjónustuformið á Íslandi og hvar við stöndum núna og að lokum hversu langt Ísland er komið í þróuninni á þjónustunni miðað við Svíþjóð. Til þess að svara rannskóknarspurningum var notast við frumheimildir ásamt rituðum heimildum um efnið. Niðurstöður ritgerðarinnar gefa til kynna að Ísland er komið tiltölulega stutt í sinni þróun þegar kemur að þessu þjónustuformi miðað við Svíþjóð en þarlendis hefur NPA-þjónusta verið í lögum allt frá árinu 1994 og hefur umræðan þar snúist um það hvort þjónustan eigi í raun að veitast öllu fötluðu fólki.

Samþykkt: 
  • 7.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11451


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að vera við stjórnvölinn í eigin lífi.pdf464.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna