is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11452

Titill: 
  • Samanburður á hlutdeild og samverknaði
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um samanburð á hlutdeild og samverknaði. Í 2. kafla er farið stuttlega yfir sögulegt yfirlit þar sem gerð er grein fyrir ákvæðum um hlutdeild. Í 3. kafla er fjallað um hlutdeildarákvæði í norrænum rétti. Í 4. kafla er fjallað um hlutdeildarheimildir en hið almenna hlutdeildarákvæði er að finna í 22. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Skoðað er hvort heimilt er að lögjafna frá 22. gr. hgl. Í 5. kafla er fjallað um almenn einkenni hlutdeildarverknaðar. Hlutdeildarverknaður ræðst almennt af verknaðarlýsingu refsiákvæðis og fullframningarstigi. Hins vegar hefur hlutdeildarverknaður ýmis almenn einkenni óháð því hver aðalverknaðurinn er. Í kaflanum er meðal annars fjallað um flokkun hlutdeildar en flokka má hlutdeildarverknað í verklega hlutdeild og sálræna hlutdeild. Þá má flokka hlutdeildarverknað eftir því hvort hann er undanfarandi, samtímis eða eftirfarandi. Ákvæði um undanfarandi og samtímis hlutdeild koma fram í 1.-3. mgr. 22. gr. hgl. og er hér um eiginlega hlutdeild að ræða. Ákvæði 4. mgr. 22. gr. hefur að geyma reglu um eftirfarandi hlutdeild. Mikilvægt er að greina á milli undanfarandi og samtímis hlutdeildar annars vegar og eftirfarandi hlutdeildar hins vegar, þar sem ábyrgðarskilyrðin eru mismunandi. Miðað er við lok framkvæmdarathafnar eða fullframningu brotsins. Í framkvæmd reynir hins vegar sjaldan á samtímis hlutdeild. Í 6. kafla er farið stuttlega yfir huglæg skilyrði refsiábyrgðar, en eitt af meginskilyrðunum er að aðili sé sakhæfur. Í 7. kafla er fjallað um ákvörðun refsingar. Meginreglan er sú að sömu refsimörk gilda um alla þátttakendur hvort sem þeir eru aðalmenn eða hlutdeildarmenn. Í 2. mgr. 70. gr. hgl. er að finna refsiþyngingarástæðu þegar fleiri menn en einn hafa unnið verk í sameiningu. Hins vegar er að finna í 2. mgr. 22. gr. hgl. refsilækkunarheimild og í 3. mgr. 22. gr. hgl. er að finna refsibrottfallsheimild fyrir hlutdeildarverknað. Meginefni ritgerðarinnar er að finna í 8. kafla, en þar er fjallað um samanburð á hlutdeild og samverknaði. Skoðað verður hvaða réttaráhrif það hefur þegar verknaður er talinn hlutdeildarverknaður en ekki samverknaður. Í þessu sambandi verða ýmsar brotategundir almennra hegningarlaga skoðaðar. Skoðaður verður samanburður á þjófnaðar- og ránsbrotum, líkamsmeiðingum og manndrápi, mansali, skjalabrotum, röngum framburði, ávana- og fíkniefnabrotum og tálbeitum. Dómar Hæstaréttar verða kannaðir til þess að varpa ljósi á skilin milli hlutdeildarverknaðar og samverknaðar.

Samþykkt: 
  • 7.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11452


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hlutdeild og samverknadur.pdf937.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna