is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11454

Titill: 
  • Réttarstaða stéttarfélaga og neikvætt félagafrelsi á norðurslóð. Af vinnumarkaðslöggjöf og rétti manna til að standa utan stéttarfélaga í Danmörku, Noregi og á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin skiptist í tvo meginhluta og er sá fyrri yfirlit yfir vinnumarkaðslöggjöfina í löndunum þremur, þar sem leitast er við að gera samanburð.
    Síðari hlutinn fjallar um stöðu neikvæðs félagafrelsis í löndunum þremur. Er fyrst vikið að þeim mannréttindasáttmálum um félagafrelsi sem ríkin þrjú eru aðilar að og gerð grein fyrir niðurstöðum Evrópunefndar um félagsleg réttindi, sem hefur eftirlit með framkvæmd Félagsmálasáttmála Evrópu, og dómum Mannréttindadómstóls Evrópu um neikvætt félagafrelsi. Síðan er vikið að stöðu félagafrelsis í löndunum þremur og er sjónum einkum beint að aðildarskylduákvæðum, forgangsréttarákvæðum og gjaldtöku stéttarfélaga af utanfélagsmönnum. Er ein meginniðurstaða ritgerðarinnar sú að á Íslandi virðist staða neikvæðs félagafrelsis áberandi verst, þótt það sé eina landið þar sem réttur manna til að standa utan félaga er verndaður í stjórnarskrá.

Samþykkt: 
  • 7.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11454


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mag. jur. ritgerð.pdf718.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna