is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11466

Titill: 
  • Refsiákvörðunarástæður í fjárdráttar- og umboðssvikamálum og framtíðarhlutverk umboðssvikaákvæðisins
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að taka saman þær refsiákvörðunarástæður sem lagðar hafa verið til grundvallar í refisákvörðunum dómstóla vegna brota gegn ákvæðum laga nr. 19/ 1940, almennu hegningarlaganna (hér eftir skammstafað hgl.) um fjárdrátt og umboðssvik.Auk þess er ætlunin að skoða framtíðarhlutverk umboðssvikaákvæðisins, en samkvæmt orðum sérstaks saksóknara á hátíðarmálþingi Orators sem haldið var þann 16. febrúar er nokkur hluti mála tengdum hruni íslenska efnahagskerfisins haustið 2008 sem til rannsóknar eru hjá embætti sérstaks saksóknara talin falla undir ákvæði 249. gr. hgl. um umboðssvik. Því verður gerð tilraun til þess í ritgerðinni að varpa ljósi á það hvers konar háttsemi starfsmanna fjármálafyrirtækja geti fallið undir umboðssvikaákvæði hgl. Samkvæmt umfjöllun fjölmiðla um rannsókn embættis sérstaks saksóknara gæti háttsemi sem talin er varða við umboðssvikaákvæði 249. gr. hgl. í ákveðnum tilfellum einnig leitt til ákæru fyrir brot gegn ákvæði 117. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti sem fjallar um markaðsmisnotkun. Af þeim sökum er óhjákvæmilegt að í umfjöllun um meint umboðssvikabrot starfsmanna fjármálafyrirtækjanna sé einnig fjallað um meint markaðsmisnotkunarbrot þeirra. Þá er því velt upp hvort gera þurfi einhverjar breytingar á fjárdráttar- og umboðssvikaákvæðum hgl. Leiðbeinandi minn í þessari ritgerð var Jón Þór Ólason.

Samþykkt: 
  • 8.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11466


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hjörvar Ólafsson.pdf907.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna