is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11475

Titill: 
 • Áhrif sjúkdóms á einstaklinga með langvinna lungnateppu og fjölskyldur þeirra. Samþætt fræðilegt yfirlit og frumniðurstöður úr þversniðsrannsókn
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Langvinn lungnateppa (LLT) er sá sjúkdómur sem helst getur herjað á fólk sem reykir eða hefur reykt. Áhrif sjúkdóms á líf og líðan einstaklinga með LLT eru veruleg. Enn vantar þó nokkuð upp á að áhrif sjúkdómsins á fjölskyldur séu þekkt. Tilgangur þessarar rannsóknar er annars vegar að gera fræðilega samantekt á rannsóknum á fjölskyldum fólks með LLT og hins vegar að lýsa frumniðurstöðum á áhrifum sjúkdóms á einstaklinga með langvinna lungnateppu annars vegar og fjölskyldur hins vegar.
  Rannsóknin er hluti meðferðarrannsóknar á sjálfsumönnun einstaklinga með LLT og fjölskyldna þeirra. Úrtakið var þægindaúrtak en alls voru 283 einstaklingar sem mögulega gætu verið með lungnasjúkdóm boðaðir til þátttöku í rannsókninni. Þar af voru 164 sem ýmist neituðu þátttöku eða voru útilokaðir þar sem þeir uppfylltu ekki viðmiðunargildi rannsóknar. Einstaklingarnir (N=119), sem boðin var þátttaka, voru hvattir til að hafa fjölskyldumeðlim með sér. Alls tóku 36 fjölskyldumeðlimir þátt. Í upphafi meðferðar svöruðu einstaklingarnir m.a. spurningalista um áhrif sjúkdóms (e. Illness Intrusiveness Scale) sem og spurningum um lýðfræðileg atriði.
  Meginniðurstöður fræðilega yfirlitsins sýna að rannsóknir á fjölskyldum einstaklinga með LLT eru af ýmsum toga og nánast eins fjölbreytilegar og þær eru margar. Samanburður og samþætting niðurstaðna er því erfiður.
  Í þverskurðarrannsókninni var meðalaldur einstaklinga 59,7 ± 5,06 ár og fjölskyldumeðlima 51,7 ± 15,5 ár p=0,002. Munur reyndist líka á kyni hópanna en einstaklingar með LLT sem höfðu fjölskyldumeðlim með sér voru konur í 53% tilfella og í 64% tilfella voru konur fjölskyldumeðlimir p=0,000. Einstaklingarnir með LLT reyktu frekar en fjölskyldumeðlimirnir p=0,023 en ekki reyndist munur á menntun eða atvinnu þessara hópa.
  Ekki reyndist munur á hópi skjólstæðinga sem höfðu fjölskyldumeðlim með sér og þeirra sem ekki komu með fjölskyldumeðlim varðandi aldur, kyn, menntun eða atvinnu. Þeir sem höfðu fjölskyldumeðlim voru á hinn bóginn marktækt fleiri hættir að reykja en þeir sem ekki höfðu fjölskyldumeðlim með sér.
  Áhrif sjúkdóms á einstaklinga með LLT sem komu með fjölskyldumeðlim voru 27,65 heildarstig á áhrif sjúkdóms mælitækinu af 91 stigum mögulegum. Svið tæknilegrar getu hafði þar mest að segja en svið samskipta og persónulegs þroska minnst. Áhrif sjúkdóms á fjölskyldumeðlimi einstaklinga með LLT voru 19,63 heildarstig á Áhrifa sjúkdóms mælitækinu. Svið tæknilegrar getu hafði hæstu stigin en svið samskipta og persónulegs þroska lægstu. Marktækur munur reyndist á áhrifum sjúkdóms á einstaklinga með LLT annars vegar og fjölskyldumeðlimum hins vegar. Ekki reyndist marktækur munur á áhrifum sjúkdóms hjá einstaklingum með LLT sem komu með fjölskyldumeðlimi eða einstaklingum sem ekki komu með fjölskyldumeðlimi.
  Þessar frumniðurstöður gefa til kynna að sjúkdómurinn langvinn lungnateppa á stigi II og III og meðferð hans hafi lítil áhrif á einstaklingana sem bera sjúkdóminn og óveruleg áhrif á fjölskyldumeðlimi þeirra. Þessum niðurstöðum þarf að taka með varúð. Samkvæmt skilgreiningum eru einkenni LLT á stigi III mjög alvarleg en á því stigi eru 23% einstaklinga í rannsókninni. Flestir eru á stigi II (60%) en á því stigi má einnig búast við að einstaklingur sé farinn að finna fyrir einkennum sjúkdóms. Frekari rannsókna er því þörf bæði meðal einstaklinga með LLT og fjölskyldna þeirra.

Styrktaraðili: 
 • B-sjóður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Samþykkt: 
 • 8.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11475


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKAEINTAK MASTERSRITGERÐAR.pdf718.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna