Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1148
Hreyfing er mikilvægur þáttur í þroskaferli barna. Þessi ritgerð fjallar um gildi hreyfingar fyrir börn við að efla alhliða þroska þeirra. Rannsóknir sýna að hreyfiþroski barna sem og annar þroski fylgir ákveðnu mynstri þó hver einstaklingur þroskist á sinn sérstaka hátt. Gildi leiksins fyrir þroska barnsins er löngu viðurkennt og staðfest á fræðilegum grundvelli. Leikurinnn er lífstjáning barnsins og hið eðlilega tjáningarform þess. Við skoðuðum hugmyndir nokkurra sérfræðinga um hvernig þeir líta á leik barnsins. Nefna má að hreyfing hvetur til þátttöku og samvinnu meðal barna og eflir þannig sjálfstraust og sjálfsmynd þeirra. Kyrrseta og hreyfingarleysi barna hefur aukist síðustu ár vegna breyttra þjóðfélagshátta. Leikskólakennarar og aðrir uppalendur verða því að vera tilbúnir til að grípa inn í ef þeir sjá fram á að allt stefni í óefni. Við gerðum könnun á skipulagðri hreyfingu í fimm leikskólum á Akureyri vegna mikils áhuga okkar á þessu efni. Af 82 starfsmönnum svöruðu henni alls 73 starfsmenn. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að almennt eru hreyfistundir inni í skipulögðu starfi í leikskólunum. Einnig samræmdust niðurstöðurnar að miklu leyti þeim hugmyndum sem við höfðum gert okkur um hreyfingu í leikskólum. Í framhaldi af könnuninni tókum við viðtal við þær Önnu Maríu Ríkharðsdóttur, spunakennara og Rögnu Erlingsdóttur, leikskólastjóra í leikskólanum Álfaborg á Svalbarðseyri. Þar er unnið að þróunarverkefni með eina ákveðna tegund hreyfingar svokallaðan „spuna“. Það kom fram í máli þeirra að spuninn krefst mikils sjálfsaga og að hann hefur mjög jákvæð áhrif á hreyfiþroska barna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
gildihr.pdf | 805.31 kB | Takmarkaður | Gildi hreyfingar fyrir börn - heild | ||
gildihr-e.pdf | 298.17 kB | Opinn | Gildi hreyfingar fyrir börn - efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
gildihr-h.pdf | 130.16 kB | Opinn | Gildi hreyfingar fyrir börn - heimildaskrá | Skoða/Opna | |
gildihr-u.pdf | 55.53 kB | Opinn | Gildi hreyfingar fyrir börn - útdráttur | Skoða/Opna |