is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11481

Titill: 
  • [fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Um skiptihljóðið /f/ í máli stúlku á fimmta ári
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til B.A.-prófs í íslensku á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Aðalviðfangsefni ritgerðarinnar eru framburðarfrávik í máli íslenskrar stúlku á fimmta ári, sem gengur undir dulnefninu Kara. Frávikin sem koma fram í máli Köru eru þau að hún skiptir [θ] út fyrir [f] í framstöðu orða auk þess að bera orð stafsett með hn-, hl-, hr- og hj- fram með [f], önghljóðið [ç] verður því [fj] og órödduðu afbrigðin af nef-, hliðar- og sveifluhljóðunumn /n, l, r/ verða [fn], [fl] og [fr]. Þetta bendir til þess að Kara hafi hljóðaklasana /hn-/, /hr-/, /hl-/ og /hj-/ í baklægri gerð en ekki órödduðu afbrigðin af hljómendunum /n/, /r/, /l/ og önghljóðið [ç] og að hljóðkerfisregla sem breytir [θ] og [h] í [f] í ákveðnu umhverfi verki í máli hennar. Fjallað er um skiptihljóðið [f] ásamt [θ] og [h] en sú umfjöllun leiðir í ljós að sterk hljóðkerfisleg vensl eru á milli þessara hljóða og ef einhverju þeirra er skipt út er annað af hinum tveimur sett í staðinn. Einnig er fjallað um hvort greina beri órödduðu afbrigðin af hljómendunum /n, l, r/ og önghljóðið [ç] sem stök órödduð hljóð eða sem tveggja samhljóðaklasa, sbr. /hn-/, /hr-/, /hl-/ og /hj-/, í baklægri gerð og í því samhengi fjallað samsteypukenningu Eiríks Rögnvaldssonar (1993). Rætt er um hljóðmyndun og algengustu frávikin í framburði barna og í tengslum við það eru skoðaðar þrjár rannsóknir á framburði íslenskra barna, en það eru rannsóknir Sigurðar Konráðssonar (1983), Indriða Gíslasonar o.fl. (1986) og Þóru Másdóttur (2008). Að lokum eru framburðarfrávik Köru skoðuð þar sem byggt er á tveimur upptökum á máli hennar sem fram fóru þegar hún var fjögra ára og sex mánaða gömul og fjögra ára, níu mánaða og þrettán daga gömul. Niðurstöðurnar eru síðan bornar saman við niðurstöður fyrri rannsókna á framburði íslenskra barna og í ljós kemur að þrátt fyrir að sjaldgæft sé að /h/ sé skipt út fyrir /f/ þá er /f/ algengt skiptihljóð fyrir [θ]. Einnig gefur samanburðurinn til kynna að máltaka Köru á órödduðu afbrigðunum af hljómendunum /n, l, r/ og önghljóðinu [ç] ásamt [θ] sé í samræmi við niðurstöður fyrri rannsókna á íslenskum börnum.

Samþykkt: 
  • 8.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11481


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð.pdf856.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna