en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11484

Title: 
 • is Félagslegar þarfir kvenfanga
 • Social needs for women in prison
Submitted: 
 • June 2012
Abstract: 
 • is

  Ritgerð þessi er til lokaverkefnis til B.A.- prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Áhugi fyrir þessu efni kviknaði þegar við sátum námskeið hjá Helga Gunnlaugssyni prófessor í afbrotafræði.
  Ritgerðin greinir frá kvenföngum og félagslegum úrræðum fyrir þær. Fjallað er um félagsráðgjöf í fangelsum og vinnuaðferðum sem beita má til að efla kvenfanga og bæta félagslegu stöðu þeirra svo þær komi sem betri einstaklingar út í samfélagið að afplánun lokinni.
  Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að kvenfangar í hinum vestræna heimi fá ekki þá félagslegu þjónustu sem skyldi í afplánun og þörfum þeirra illa sinnt. Kvenfangar eru yfirleitt illa félagslega staddar, margar þeirra fíkniefnaneytendur sem þurfa oft að kljást við fordóma samfélagsins. Rannsóknir hafa bent á að hópavinna með valdeflingu, samtalstækni og hugræn atferlismeðferð getur verið árangusrsríkt meðferðarúrræði fyrir kvenfanga þar sem reynt er að vinna úr áfallastreituröskun og fíkniefnamisnotkun sem virðist hrjá þær flestar.
  Hér á landi hefur lítið verið skoðað hverjar félagslegar þarfir kvenfanga eru og niðurstöður okkar byggjum við á erlendum rannsóknum og skýrslum sem gerðar hafa verið um efnið víða um heim.

Accepted: 
 • May 8, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11484


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Sunna og Klara.pdf664.44 kBOpenHeildartextiPDFView/Open