is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1149

Titill: 
 • Lengi býr að fyrstu gerð : börn með sérþarfir og einhverfa
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Fötlun getur verið með ýmsu móti, andleg, líkamleg eða jafnvel hvort tveggja og getur átt sér margar ólíkar orsakir. Fatlaður er sá einstaklingur sem vegna meins eða skerðingar er hindraður í að inna af hendi hlutverk sem honum eða henni væri eðlilegt miðað við aldur, kynferði og aðstæður.
  Einhverfa nefnist ein tegund fötlunar. Hún getur verið þroskahömlun til lífstíðar og greinist yfirleitt á fyrstu þrjátíu ævimánuðum barnsins. Einhverfir einstaklingar eiga oft erfitt með að skilja það sem þeir heyra, sjá og skynja í umhverfinu. Einhverfa torveldar félagsleg samskipti þeirra, boðskipti og hegðun, og að skilja aðstæður og hegðun annarra. Einstaklinga með einhverfu skortir félagslegt innsæi og skilning á því hvað er viðeigandi eða óviðeigandi við hinar ýmsu aðstæður í daglegu lífi.
  Ritgerð þessi hefst á fræðilegri umfjöllun um fatlanir, hugtök eru skilgreind og fjallað er um viðhorf til fatlaðra, nám án aðgreiningar og á hvern hátt megi bregðast við ólíkum þörfum barna í leikskóla. Lýst er einkennum einhverfu, orsökum hennar og eins er greiningu á hömluninni gerð ítarleg skil. Rætt er um þær kennslu- og þjálfunaraðferðir, sem þekktar eru og reynst hafa vel vegna barna með einhverfu.
  Niðurstaða ritgerðarinnar sýnir fram á að leikskólakennarar þurfa að vera meðvitaðir um þroska og þarfir hvers fatlaðs einstaklings sem á leikskólann kemur og þarf að hafa markvissar kennsluaðferðir að leiðarljósi.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
 • 1.1.2003
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1149


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lengibyr.pdf476.14 kBTakmarkaðurLengi býr að fyrstu gerð - heildPDF
lengibyr-e.pdf258.39 kBOpinnLengi býr að fyrstu gerð - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
lengibyr-h.pdf119.79 kBOpinnLengi býr að fyrstu gerð - heimildaskráPDFSkoða/Opna
lengibyr-u.pdf65.94 kBOpinnLengi býr að fyrstu gerð - útdrátturPDFSkoða/Opna