is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11491

Titill: 
 • Áhrif breyttrar aldurssamsetningar á skuldbindingar lífeyrissjóða á Íslandi
 • Titill er á ensku The effects of aging population on the obligations of pension funds in Iceland
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Lífeyriskerfi skipa mikilvægan sess í félagslegum öryggisnetum þjóða. Hlutverk þeirra er að veita veit öldruðum fjárhagslegt öryggi þegar að starfsæfi þeirra lýkur. Flest lífeyriskerfi byggja á hugmynd Alþjóðabankans að þriggja stoða lífeyris kerfi. Íslenska lífeyriskerfið er reist á þremur stoðum. Í fyrsta lagi opinbert gegnumstreymiskerfi almannatrygginga, í öðru lagi óopinbert sjóðsöfnunarkerfi með opinberu eftirliti og í þriðjalagi valfrjáls viðbótarlífeyrissparnaður. Fyrstu stoðirnar tvær hafa skylduaðild en meginstoðin er óopinbera sjóðssöfnunarkerfið.
  Flest lífeyriskerfi í heiminum standa nú frammi fyrir endurbótum sem stafar af breyttri aldurssamsetningu. Í þessari ritgerð eru áhrif breyttrar aldurssamsetningar á skuldbindingar lífeyrissjóða rannsökuð. Hér er gert grein fyrir þriggja stoða hugmynd alþjóða bankans og muninum á gegnumstreymi og sjóðssöfnun. Gert er grein fyrir eignum og skuldbindingum lífeyrissjóða og þróun mannfjölda rakin aftur í tíman ásamt framtíðarspá Hagstofunnar.
  Niðurstöður sýna fram á að hækkun lífslíkna um eitt ár veldur um 5% hækkun skuldbindinga lífeyrissjóða.
  Leiðrétting lífeyrissjóðakerfisins getur farið á þrennan hátt og þar af eru tvær takmarkaðar skammtímalausnir. Þriðja lausnin, hækkun ellilífeyrisaldurs, er ótakmörkuð langtímalausn. Til að koma til móts við breyttar forsendur þarf að hækka ellilífeyrisaldurinn um 3 ár.
  Þriðja leiðin, hækkun ellilífeyrisaldurs, er ákjósanlegasta lausnin til frambúðar. Hún tryggir stöðu lífeyrissjóðanna gagnvart breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar.

Samþykkt: 
 • 8.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11491


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristmundur Daníelsson - BSc ritgerð haust 2010.pdf1.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna