is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11495

Titill: 
  • Áfengissýki
  • Titill er á ensku Alcoholism
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um áfengissýki, reynt verður að varpa ljósi á hvað veldur því að einstaklingar missa tökin á áfengisneyslu sinni sem leiðir til sjúklegs ástands. Leitast er eftir því að skoða hluta af þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið til að finna ástæður þess, allt frá miðri síðustu öld. Fram hafa komið kenningar um áfengissýki sem rekja upphaf hennar ýmist til afleiðinga uppeldis, félagslegs bakgrunns eða erfða. Á síðustu áratugum hefur sjónum verið beint að fjölskyldum áfengissjúka einstaklingsins og hvaða áhrif sjúkdómurinn hefur á fjölskyldumeðlimina. Niðurstaða ritgerðarinnar bendir til þess að fræðimenn sem rannsakað hafa áfengissýki séu ekki á eitt sáttir um hvað valdi henni. Flestir eru þó sammála því að um sjúkdóm sé að ræða þegar einstaklingar verða andlega og líkamlega háðir vímuefnum. Afleiðingarnar eru oft mjög alvarlegar fyrir sjúklinginn, fjölskylduna hans og samfélagið. Meðferðarúrræði við áfengissýki á Íslandi eru fjölþætt og gott aðgengi er að fagfólki, þeir sem eiga við áfengisvanda að stríða ættu því að geta leitað sér viðeigandi aðstoðar.

Samþykkt: 
  • 8.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11495


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna Sigríður Jónsdóttir BA.pdf883.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna