is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11498

Titill: 
 • Flokkun mátefna í heilgómagerð og áhrif sótthreinsunar á stöðugleika mátefna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Ritgerðin er lokaverkefni höfundar til BS prófs í tannsmíði við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands vorið 2012. Vægi verkefnisins er 16 ECTS einingar. Leitað var svara við tveimur rannsóknarspurningum:
  Hvaða mátefni er mest notað til lokamáttöku við heilgómagerð meðal tannlækna hérlendis? og hefur sótthreinsun marktæk áhrif á stöðugleika (e. dimensional stability) mátefna?
  Megintilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort að sótthreinsun hafi marktæk áhrif á stöðugleika mátefna vegna þess að sótthreinsun skiptir gríðarlegum sköpum fyrir velferð þeirra starfsmanna sem starfa á heilbrigðisvísindasviði. Einnig hefur höfundur brennandi áhuga á því að kynna sér betur uppistöðu, virkni, eiginleika og galla þeirra efna sem unnið er með og þar með öðlast bættan skilning á þeim mátefnaflokkum sem notaðir eru í heilgómagerð.

  Aðferðir: Notast var við megindlega aðferðafræði við rannsókn þessa. Könnun var send til þátttakenda með tölvupósti til félagsmanna í Tannsmiða- og Tannlæknafélagi Íslands. Þátttakendur voru beðnir um að svara könnun sem samanstóð af spurningum tengdum verklagi og hagnýtri þekkingu þeirra. Rannsóknarvinnan fólst einnig í lestri viðurkenndra rannsóknargreina sem birtar hafa verið í tímaritum, veftímaritum og bókum sem varða mátefni í tannlækningum.
  Niðurstöður: Helstu niðurstöður könnunar sýna fram á að ekki virðist vera mikill munur á mátefnavali tannlækna til lokamáttöku í heilgómagerð. Allir kjósa þeir að nota einhverskonar gúmmímátefni og kýs meirihlutinn að taka lokamát í heilgómagerð með addition silíkoni. Rannsóknir sýna fram á að dýfing máta í sótthreinsandi lausn sé líklegri til árangurs þegar útrýma skal bakteríum og hafi ekki áhrif á nákvæmni, sé farið að tímatilmælum.
  Ályktun: Af niðurstöðum könnunar má álykta að meirihluti tannlækna hérlendis kýs að nota gúmmímátefni til lokamáttöku í heilgómagerð vegna betri eiginleika þeirra fram yfir önnur mátefni.

 • Útdráttur er á ensku

  Purpose: This thesis is a final project towards a B.Sc. degree in Dental Technology, Faculty of Odontology, University of Iceland School of Health Sciences, spring 2012. The aim was to answer these research questions:
  Which dental impression material is the most used to take a secondary impression for complete denture in Icelandic dentistry? and does the disinfection process have significant effect on the dimensional stability off dental impressions?
  The main purpose of the research was to examine whether the disinfection process had a significant effect on the dimensional stability of dental impression materials because disinfection is an enormous factor in the wellbeing of the employers of health sciences. The author also has a great interest in acquainting herself with the main feature of the dental impression materials, their functionality, quality and their defects and thus improving her understanding in the related set of issues.
  Methods: This study was based on quantitive research methods. A questionnaire was send to participants by e-mail to the Icelandic Dental Technicians´ Association and the Dental Association. Participants were asked to fill out a questionnaire which included questions related to their work methods and working knowledge. This research also included acknowledged studies from accepted journals, web magazines and books that concerned dental impression materials.
  Results: The main results from the study show that the selection of dental impression materials does not seem to differ greatly from one dentist to another. All the Icelandic dentists prefer to use elastomeric impression materials and the majority prefers to take a final impression with addition silicone material. Researches reveal that immersing dental impressions in disinfectant liquid is effective in fighting bacteria and that the accuracy of dental impressions is unaffected by it, if the recommended time is followed.
  Conclusion: From the study results it can be concluded that majority of Icelandic dentist prefers to use elastomeric materials for final impression making, due to better properties over the other impression materials.

Samþykkt: 
 • 8.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11498


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs ritgerð.pdf544.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna