en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11504

Title: 
  • Title is in an undefined language Kim Larsen. En af de få, som der er mange af
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Ég hef í hartnær 30 ár haft ákaflega mikinn áhuga á tónlist Kim Larsens og einnig persónunni sjálfri, eftir því sem ég hlustaði meira á tónlistina. Þegar ég síðan fór að skilja dönsku betur, fór ég að hlusta eftir textunum og þá opnaðist fyrir mér nýr heimur, heimur skáldsins.
    Í gegnum árin hefur ekki verið skrifað mikið um hans persónulegu hagi, hann hefur náð að halda þeim út af fyrir sig. Auðvitað hefur hann borið á góma í fjölmiðlum, þegar hann hefur gefið út nýja plötu, eða þegar hann hefur látið skoðun sína í ljós á opinberum vettvangi, sem hann er ekkert feiminn við, þó hann sé í eðli sínu feiminn, eins og fram kemur í ævisögunum, sem komið hafa út á síðustu árum. Sú fyrri kom fyrst út árið 2002 og ber hún nafnið Larsen, eftir Peder Bundgaard. Þegar ég íhugaði að skrifa BA ritgerð um Larsen, fór ég að lesa bókina og áhuginn jókst. Þegar önnur ævisaga bættist við haustið 2011, Solisten, historien om Kim Larsen, eftir Jakob D. Lund og Peter Rewers, þá var ekki aftur snúið. Með hliðsjón af ævisögunum, ígundun á því hvernig hann speglar danskt samfélag og hvað það er sem hefur gert hann svona vinsælan, hélt ég áfram og skoðaði örlítið þróun dansks samfélags síðustu 50 – 70 árin. Fyrir utan að lýsa því hvernig ég sé hann, kem ég inn á feril hans og bakgrunn, samfélagið og menninguna, persónuleikann, textana og textasmíðarnar. Hvernig og hvort hann er hinn alþýðlegi maður, sem kemur til dyranna eins og hann er klæddur.

Accepted: 
  • May 8, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11504


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
B.A. ritgerð.pdf253.23 kBOpenHeildartextiPDFView/Open