is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11507

Titill: 
  • Fátækar barnafjölskyldur á Íslandi: Umfjöllun á árunum 2001 til 2012
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fátækt hefur ávallt verið til staðar í íslensku samfélagi en lítið hefur farið fyrir að viðurkenna að slíkt þrífist hér á landi. Þannig virðist umræða um fátækt vera viðkvæmt mál í velferðarsamfélagi okkar tíma. Íslenskt samfélag hefur á stuttum tíma tekið miklum breytingum eða allt frá efnahagshruninu sem varð haustið 2008. Atvinnuleysi er í sögulegu hámarki og óvissa ríkir í samfélaginu. Tekjur fólks hafa dregist saman vegna atvinnuleysis og launalækkana á meðan afborganir af lánum hafa rokið upp og verðlag hækkað. Af þessum sökum eru margir sem eiga erfitt með að ná endum saman og búa við þungar fjárhagsáhyggjur. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvað hefur verið rannsakað og skrifað um fátækt á Íslandi undanfarinn áratug og hvort að umfjöllunin hafi breyst eftir hrun. Lögð verður sérstök áhersla á umfjöllun um barnafjölskyldur og áhrif fátæktar á þær. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að umræðan um fátækt hafi breyst. Fyrir hrun var eðli umfjöllunar að stórum hluta um tilgang og hlutverk velferðarkerfisins, hvort fátækt væri raunverulega til staðar á Íslandi og hvaða hópar í samfélaginu stæðu verst. Umræðan eftir hrunið beinist áfram að þeim hópum sem standa höllum fæti í þjóðfélaginu en sú áherslubreyting hefur orðið að umfjöllunin beinist meira að áhrifum efnahagskreppunar á fjármál heimilanna. Afleiðingar hrunsins snerta marga ef ekki flesta og því virðist umræðan vera almennari eftir hrun þar sem hún beinist ekki lengur að eins afmörkuðum hóp samfélagsins. Umræðan hefur einnig breyst á þann hátt að hún er jákvæðari og ekki eins fordómafull.
    Efnisorð: fátækt, fátækt á íslandi, fátækar fjölskyldur, fátæk börn, einstæðir foreldrar, örorka, velferð

Samþykkt: 
  • 8.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11507


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Halla Karen_ritger.pdf958,94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna