is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11512

Titill: 
  • „Stríðið gegn hryðjuverkum“ og íslensk utanríkisstefna 2001-2011
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um orðræðuna um „stríðið gegn hryðjuverkum“ á Íslandi og hvernig hún breyttist á tímabilinu 2001–2011. Sjónum er beint að mismunandi afstöðu stjórnar og stjórnarandstöðu til viðfangsefnisins og opinberri umræðu um hryðjuverkastríðið. Frá árinu 2001 til 2007 var ágreiningurinn hvað mestur milli ríkisstjórnarflokkanna tveggja, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks annars vegar og eins stjórnarandstöðuflokksins, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, hins vegar. Þingmenn stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Samfylkingarinnar, voru ekki jafn afgerandi í afstöðu sinni og virtust eiga nokkra samleið með ríkisstjórnarflokkunum, en þó ekki í öllu. Færð eru rök fyrir því að orðræðan um „stríðið gegn hryðjuverkum“ hafi gengið í gegnum tvö skeið. Fyrra skeiðið hófst nánast strax eftir að flugvélarnar brotlentu á Tvíburaturnunum í New York. Bandaríkjamenn töldu innrásina í Afganistan vera mikilvægan lið í baráttunni gegn hryðjuverkum. Íslensk stjórnvöld létu sitt ekki eftir liggja og studdu stríðsaðgerðirnar í Afganistan með heilum hug. Orðræðan náði svo hámarki um og í kringum innrásina í Írak árið 2003. Eftir það fór orðræðunni að fatast flugið og sífellt bar minna á henni eftir því sem leið á áratuginn. Bandaríkjamenn höfðu ekki aðeins farið frjálslega með sannanir um gereyðingarvopn Íraka heldur einnig mistekist að tengja innrásina við baráttuna gegn hryðjuverkum. Einnig má nefna óvinsældir Íraksstríðsins og aukinn þrýsting á Bandaríkjastjórn um að binda enda á hernaðinn í Afganistan. Loks skiptu forsetaskiptin í Bandaríkjunum árið 2008 máli. Svipuð þróun átti sér stað hér á landi. Þótt talsverður stuðningur hafi verið við stríðsrekstur í Afganistan drógu íslensk stjórnvöld jafnt og þétt úr framlagi sínu til friðargæslu og „baráttunni gegn hryðjuverkum“. Íraksstríðið var einnig mjög umdeilt hér og varð til þess að draga almennt úr stuðningi við stríðsrekstur Bandaríkjamanna. Brottför Bandaríkjahers árið 2006 gerði það svo að verkum að íslensk stjórnvöld voru ekki jafn bundin stuðningi sínum við utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Loks urðu nokkrar áherslubreytingar á utanríkisstefnunni þegar vinstri stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna var mynduð 2009 í kjölfar bankahrunsins. Eftir að Barack Obama tók við forsetaembættinu í Bandaríkjunum lauk stríðinu gegn hryðjuverkum opinberlega, þótt ennþá séu átök bæði í Í Afganistan og Írak. Ísland fór ekki varhluta af þessum breytingum en lítið hefur verið minnst á „stríðið gegn hryðjuverkum“ frá árinu 2009. Eitt af fyrstu verkum nýju ríkisstjórnarinnar var að biðjast opinberlega afsökunar á því að hafa stutt innrásina í Írak árið 2003. 10 árum eftir hryðjuverkin 11. september 2001 var því orðin afgerandi breyting á afstöðu ríkisstjórnar Íslands gagnvart stríðsátökum; orðræðan um hryðjuverkastríð var hofin úr sölum Alþingis sem og í dagblöðum.

Samþykkt: 
  • 9.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11512


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Til_prentunar_-_pdf.pdf435.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna