en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11515

Title: 
  • is Áfengisdrykkja á meðgöngu. Langtímaáhrif á börn
Submitted: 
  • June 2012
Abstract: 
  • is

    Í þessari heimildaritgerð er fjallað um áfengisneyslu móður á meðgöngu og áhrif þess á barnið. Leitað er sérstaklega svara við þeim langtímaáhrifum sem neyslan hefur á börn, ásamt áhrifum á fóstur og nýbura. Fyrir utan fræðilega umfjöllun um áfengi og vímuefnafíkn verður fjallað um konur og áfengissýki og félagsráðgjöf. Markmið ritgerðarinnar er að auka þekkingu fagfólks á þeim langtímaáhrifum sem áfengisneysla móður á meðgöngu getur haft á börn. Ritgerðin er fræðileg samantekt þar sem stuðst er við rannsóknir, bækur og ritrýndar greinar.
    Áhrif áfengisneyslu móður á meðgöngu geta verið mjög skaðleg og komið fram í einkennum sem kallast FASD (e. Fetal alcohol spectrum disorders). Andlitsvansköpun og vaxtarskerðing geta komið fram hjá barni stuttu eftir að það fæðist. Sá skaði sem ekki sést með berum augum er þó alvarlegri og getur valdið varanlegri fötlun sem kemur fram í áfengistengdri röskun á taugaþroska og veldur vitsmunaskerðingu hjá barninu. Langtímaáhrifin birtast í náms- og hegðunarerfiðleikum hjá börnum og þegar á fullorðinsár er komið verða félagslegir erfiðleikar algengir. Rannsóknir sýna að fullorðnir einstaklingar með FASD eru gjarnan einangraðir og hafa lítið félagslegt bakland. Geðræn vandamál eru einnig algeng. Stuðningur og hvatning félagsráðgjafa og fagfólks getur skipt sköpum fyrir framtíð þessara barna ef rétt er farið að og nógu snemma er gripið inn í aðstæðurnar.

Accepted: 
  • May 9, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11515


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Kolbrún Ýr Guðmundsdóttir-læst.pdf553.93 kBOpenHeildartextiPDFView/Open