is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11517

Titill: 
  • Hin gleymdu börn: Börn foreldra með áunninn heilaskaða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mótun barna getur ráðist af því hvernig uppeldishætti foreldrar tileinka sér og hvernig þeim tekst til við foreldrahlutverkið. Hvernig staðið er að þroska barna í æsku getur haft áhrif á þau út lífið og geta börn þróað með sér geðræn vandkvæði ef foreldrar eru ekki nægjanlega vel í stakk búnir til að huga að þroskaferli þeirra. Áunninn heilaskaði getur haft alvarlegar afleiðingar á einstaklinga og fjölskyldu þeirra og sérstaklega yngstu meðlimi fjölskyldunnar, sem eru börnin. Tengslamyndun í bernsku getur haft áhrif á hvernig börn eigi eftir að spjara sig á fullorðnisárum ásamt því hvernig þörfum þeirra er mætt en foreldrar með heilaskaða eiga oft erfitt með að mæta þörfum barna sinna.
    Í félagsráðgjöf er heildarsýn mikilvæg nálgun þar sem skoðað er samspil einstaklingsins og umhverfi hans. Félagsráðgjöf er fjölskyldu- og barnamiðuð og styðja félagsráðgjafar börn og fullorðna til þess að finna leiðir til úrbóta.

Athugasemdir: 
  • Titill prentaðs eintaks er: Hin gleymdu börn: Börn foreldra með heilaskaða
Samþykkt: 
  • 9.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11517


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Svava Gudrun Hólmbergsdóttir.pdf474.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna