is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11518

Titill: 
  • Hinn súrrealíski uppskurður: Krufning á súrrealistahópnum Medúsu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er fjallað um bókmenntahópinn Medúsu sem starfaði á árunum 1979 – 1986. Áhersla verður lögð á að undirstrika sérstöðu hópsins með tilliti til annarra íslenskra bókmenntahópa. Í þessum tilgangi er sjónum beint að tímaritaútgáfu hópsins og hún sett í samhengi við tímaritaútgáfu í Evrópu í lok 19. aldar og áfram og hlutverk þeirrar útgáfu í myndun framúrstefnuhreyfinga sem urðu áberandi á fyrri hluta 20. aldarinnar. Fjallað verður stuttlega um tvö íslensk menningartímarit, Fjölni og Birting, og þau skoðuð til samanburðar við tímaritin sem Medúsa gaf út, Hinn súrrealíska uppskurð og Geltandi vatn. Síðari hluti ritgerðarinnar fjallar um útgáfu Medúsu og starf hópsins. Upphaf kaflans fjallar stuttlega um upphaf súrrealismans. Farið er yfir eðli þeirrar stefnu og notkun Medúsu á þeirri fagurfræði sem súrrealistarnir byrjuðu á og hvernig hópurinn þróaði þær hugmyndir áfram og bætti við þær. Því næst kemur umræða um þrjú bókverk hópsins; Hvernig elskar maður hendur?, Efnahagslíf í stórborgum og Dínur. Verkin eru greind og þau notuð til að sýna enn frekar fram á sérstöðu hópsins, verkin sett í samhengi við framúrstefnuna og þá aðallega súrrealismann. Verk þessi sýna skýrt fram á súrrealísk áhrif en varpa einnig ljósi á hvernig Medúsa bjó til sína eigin stefnu og notaði til þess fleiri þræði evrópsku framúrstefnunnar sem hópurinn blandaði súrrealismanum. Til þess að sýna þetta er farið er yfir þau áhrif sem má finna í verkunum og í sérstökum viðauka aftast í ritgerðinni eru birt þau myndverk sem oft og tíðum má finna í útgáfu Medúsu. Í seinni hluta ritgerðarinnar er útlistað starf hópsins, hvernig hann byrjaði og auk þess sem lýst er framkomu hópsins út á við. Í niðurlagi ritgerðarinnar er því lýst hvernig hópurinn endaði skeið sitt og umbreyttist í fjöllistahópinn Sirkusdútl, sem varð síðar þróaðist út í fjöllistahópinn Smekkleysu.

Samþykkt: 
  • 9.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11518


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stefán Þór.pdf1.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna