Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1152
Þessi ritgerð fjallar um áhrif upplýsingarstefnunnar á uppeldi og kennslu ungra barna á Íslandi á 18. öld. Í fyrsta hlutanum er undanfari upplýsingarinnar, píetisminn, kynntur og fjallað um það sem var að gerast í uppeldismálum í kringum 1750. Fyrir áhrif hans voru sett lög og tilskipanir um hvernig átti að haga sér nánast í öllu þjóðfélaginu og það tók einnig til allra landsmanna.
Upplýsingaröldin er talin ná yfir árabilið 1750-1830. Fjallað er um uppruna hennar og helstu kennismiði. Einum helsta upplýsingarstefnumanni á sviði uppeldismála, Jean Jacques Rousseau, er gerð nokkur skil. Uppeldishugmyndir hans vöktu mikla athygli um alla Evrópu og umbyltu hugmyndum kennimanna um hvernig nám barna átti að fara fram. Uppeldisrit hans, Emile, kom út 1763.
Á Íslandi gætti upplýsingarinnar ekki að nokkru marki fyrr en um 1770, og rann hún að mörgu leyti saman við píetismann, þó með nokkrum áherslubreytingum. Auknar kröfur voru um fræðslu barna og ungmenna eins og lestur og skrift.
Kynntir verða helstu forystumenn upplýsingarstefnunnar hér á landi. Þeir boðuðu upplýsinguna í ritum sem þeir gáfu út, bæði fræðsluritum skemmtiritum og í ritum þar sem koma fram uppeldisstefnur þeirra. Um skólahugmyndir og fyrstu skólana er einnig fjallað og þau barnafræði og barnabækur sem tiltæk voru og komu út á þessum tíma.
Barnið og aðstæður þess fær sína umfjöllun og að lokum verður gerður samanburður á uppeldiskenningum íslenskra upplýsingarmanna.
Þessi samanburður leiddi í ljós að þeir sem skrifuðu um uppeldiskenningar á Íslandi voru með sömu áherslur og skrifuðu á mjög svipaðan hátt, í samræðustíl. Fyrstur manna til að nota þannig framsetningu var Rousseau og bera hugmyndir íslensku fræðimannanna einnig allar keim af uppeldisáherslum hans.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
umahrif.pdf | 324.18 kB | Takmarkaður | Um áhrif upplýsingarstefnunnar á uppeldi og kennslu ungra barna - heild | ||
umahrif-e.pdf | 209.23 kB | Opinn | Um áhrif upplýsingarstefnunnar á uppeldi og kennslu ungra barna - efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
umahrif-h.pdf | 114.11 kB | Opinn | Um áhrif upplýsingarstefnunnar á uppeldi og kennslu ungra barna - heimildaskrá | Skoða/Opna | |
umahrif-u.pdf | 110.23 kB | Opinn | Um áhrif upplýsingarstefnunnar á uppeldi og kennslu ungra barna - útdráttur | Skoða/Opna |