Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/11527
Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar eru störf félagsráðgjafa í grunnskólum Íslands. Markmið mitt var að kanna hvort félagsráðgjafar ættu að vera hluti af kennarateymi grunnskólanna. Í dag eiga grunnskólar á Íslandi að vera skólar án aðgreiningar sem þýðir að öll börn eiga jafnan rétt til menntunar við sitt hæfi óháð því hvert líkamlegt eða andlegt atgervi þeirra er.Í ritgerðinni verður fjallað um félagsráðgjöf og hvað felst í því að starfa sem félagsráðgjafi. Skólafélagsráðgjöf eru gerð skil og farið er í söguna á bak við störf félagsráðgjafa í grunnskólum. Skoðaður er munurinn á menntun náms- og starfsráðgjafa og félagsráðgjafa og störf þeirra borin saman. Náms- og starfsráðgjafar starfa í skólanum lögum samkvæmt en störfin sem þeir sinna í grunnskólunum falla ekki síður að þeim skilgreiningum sem settar eru um störf félagsráðgjafa.
Hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar varðar þann fjölbreytta hóp barna sem stundar nú nám í grunnskólum landsins. Einnig verður fjallað um teymisvinnu í starfi með börnum ásamt mikilvægi góðrar samvinnu heimilis og skóla.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Elva Dögg Guðbjörnsdóttir.pdf | 578.49 kB | Open | Heildartexti | View/Open |