is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1153

Titill: 
  • "Ég heyri með nefinu" : áhrif forhugmynda nemenda á nám og kennslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni þessa lokaverkefnis er forhugmyndir nemenda og hvernig þær geta haft áhrif á nám og kennslu. Athyglinni er beint að fræðunum sem búa að baki forhugmyndum nemenda þ.e. hugsmíðahyggju og helstu upphafsmönnum hennar, Piaget, Vygotsky, Ausubel og Bruner. Nám barna er skoðað og hvernig forhugmyndir hafa áhrif þar á. Auk þess er fjallað um nokkrar aðferðir sem hægt er að beita til að kanna hvaða forhugmyndir nemendur hafa og nokkrar þeirra kennsluaðferða sem taka tillit til forhugmynda nemenda.
    Til að varpa frekara ljósi á hvernig hægt er að kanna og taka tillit til forhugmynda nemenda var gerð lítil athugun í grunnskóla Akureyri hjá nemendum 2. og 4. bekkjar með gerð hugtakakorta. Viðfangsefnið athugunarinnar var hljóð. Niðurstöður athugunarinnar sýndu að með gerð hugtakakorta kom áhugasvið nemenda í ljós sem og þau atriði sem á þeim brenna í umhverfi þeirra. Ennfremur mátti greina breytingar á forhugmyndum og áhuga nemenda eftir aldri. Að lokum var velt upp leiðum sem byggja á að mæta nemendum á þeirra forsendum.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2003
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1153


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eg_heyri.pdf699.48 kBTakmarkaðurPDF
Eg_heyri-e.pdf382.92 kBOpinnPDFSkoða/Opna
Eg_heyri-h.pdf134.44 kBOpinnPDFSkoða/Opna
Eg_heyri-u.pdf127.23 kBOpinnPDFSkoða/Opna