is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11534

Titill: 
  • Geðræn vandkvæði barna og unglinga: Greining og þjónusta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi heimildaritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Markmið ritgerðarinnar er að auka þekkingu á greiningu geðræns vanda barna og unglinga, bæði út frá stöðluðum greiningarkerfum og út frá hugmyndafræði félagsráðgjafar, og þeirri þjónustu sem félagsráðgjafar veita börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra vegna geðræns vanda. Ritgerðinni er auk þess ætlað að sýna mikilvægi þess að sjúkdómsvæða ekki sálfélagsleg vandamál og með það til hliðsjónar er fjallað um stefnumótun yfirvalda hér á landi fyrir þennan málaflokk.
    Tvö alþjóðleg greiningarkerfi eru notuð í heiminum í dag til að greina og samræma skráningu sjúkdóma, þar á meðal geðræn vandkvæði. Áhersla hefur verið á greiningu geðrænna vandkvæða barna og unglinga út frá þessum stöðluðum greiningarkerfum. Þau kerfi hafa þó verið gagnrýnd fyrir að taka ekki nægilega mikið tillit til utanaðkomandi áhrifa eins og umhverfis, fjölskyldu og vina. Bæði greining og meðferð félagsráðgjafa við geðrænum vandkvæðum barna og unglinga miðast út frá heildarsýn þar sem horft er til sálfélagslegra, andlegra og líkamlegra þátta. Við greiningu og meðferð á geðrænum vandkvæðum barna og unglinga hefur skapast hefð fyrir því að nota fjölskyldumiðaða félagsráðgjöf til að ná sem bestum árangri. Engin heildstæði stefnumótun er til fyrir þennan málaflokk og svo virðist sem úrræði fyrir þennan hóp séu af skornum skammti. Nauðsynlegt er að fá aukið fjármagn fyrir þennan málaflokk til að úrræðin verði fjölbreytt þannig að hægt sé að mæta börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra þar sem þau eru stödd og veita þeim þjónustu í nærumhverfi þeirra í samstarfi við fjölskyldu, vini og skóla.

Samþykkt: 
  • 9.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11534


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ísabella Theodórsdóttir.pdf569.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna