is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1154

Titill: 
  • Tvíburi sem einstaklingur : ég er ég, þú ert þú en saman erum við tvíburar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Lokaritgerð þessi fjallar um tvíburann sem einstakling og hvernig foreldrar og umhverfið geta stutt hann við að líta á sig sem sjálfstæðan einstakling en ekki sem hluta af pari. Ritgerðin skiptist efnislega í þrjá meginhluta. Sá fyrsti fjallar um helstu einkenni tvíbura, tvíburarannsóknir, foreldra tvíbura og tvíburann sem einstakling.
    Í öðrum hluta ritgerðarinnar er fjallað um ýmsar kenningar sem settar hafa verið fram um þroskaferil barna og hvaða áhrif erfðir og umhverfi hafa á mótun einstaklingsins. Einnig er fjallað um hvernig tengslamyndun barna í frumbernsku getur haft áhrif á líf þeirra seinna meir. Þar verður fjallað um ýmsar kenningar sem settar hafa verið fram um þetta efni.
    Þriðji hluti ritgerðarinnar er um könnun sem gerð var hjá foreldrum tvíbura. Þar er leitast við að skoða m.a. hver voru viðbrögð foreldranna við að eignast tvíbura og hvernig foreldrar styðja tvíburana við að aðgreina sig. Niðurstaða rannsóknarinnar er að foreldrar tvíbura eru vel meðvitaðir um hvaða leiðir og áherslur þeir nota til að styrkja tvíburann svo hann líti á sig sem einstakling en ekki sem hluta af pari.

Samþykkt: 
  • 1.1.2003
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1154


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
tviburi.pdf305.39 kBOpinnTvíburi sem einstaklingur - heildPDFSkoða/Opna