is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11546

Titill: 
  • Árangur af stofnana- og fjölkerfameðferð við meðferð barna með áhættuhegðun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Málefni barna með áhættuhegðun er eitt mikilvægasta viðgangsefni barnaverndaryfirvalda í dag. Í þessari heimildarritgerð er fjallað um kenningar sem tengjast áhættuhegðun, áhættuþætti sem geta haft áhrif á þróun þannig hegðunar og meðferðarúrræði sem styðja börn með áhættuhegðun. Leitast er við að svara spurningunum um árangur stofnanameðferðar og fjölkerfameðferðar. Um leið og skoðað hvort þörf er á fjölbreyttari úrræðum hér á landi fyrir börn með áhættuhegðun. Flestar rannsóknir gefa til kynna að árangur stofnanameðferðar sé ekki fullnægjandi. Stofnanameðferð er þó talin nauðsynleg fyrir ákveðinn hóp barna og því mikilvægt að þróa hana í þá átt að hámarka árangur hennar. Í flestum tilvikum gefur fjölkerfameðferð góða raun, langtímaárangur er góður og víða erlendis hefur hún dregið úr vistunum á stofnanir. Rannsóknir sýna að skortur er á árangursríkum úrræðum fyrir börn í alvarlegri vímuefnaneyslu. Í Noregi hefur verið komið á fót vímuefnameðferð sem er samtvinnuð fjölkerfameðferð fyrir þessi börn. Vert getur verið innleiða sambærilega meðferð hér á landi. Áhættuhegðun getur þróast snemma í barnæsku því eru forvarnir og snemmtæk íhlutun mikilvæg. Meðferð byggð á heildarsýn og gagnreyndum aðferðum getur ráðið útslitum þar um.

Samþykkt: 
  • 9.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11546


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Árangur af stofnana- og fjölkerfameðferð við meðferð barna með áhættuhegðun.pdf640.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna