is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11551

Titill: 
 • Okinawönsk herstöðvaandstaða. Mikilvægi andófsins gegn hersetu Okinawa og hvernig það hefur mótað sögu eyjanna frá seinni heimsstyrjöld
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Okinawa er lítill eyjaklasi með stóra sál. Ímynd eyjanna sem friðsæl náttúruparadís hefur þó mátt víkja fyrir risavöxnum herstöðvum og nýju hlutverki sem helsta vígi Bandaríkjahers í Austur-Asíu. Þetta hefur ekki verið eyjaskeggjum mikið gleðiefni og hafa þeir allt frá seinni heimsstyrjöld háð stanslausa baráttu fyrir lausn undan oki hernámsins.
  Margir líta á sögu eyjanna sem lítið annað en neðanmálsgrein í alþjóða-samskipta- og hernaðarsamstarfssögu Japans og Bandaríkjanna. Raunin er sú að Okinawanir hafa allt frá því að hernámið hófst sýnt það endurtekið í verki, með baráttu sinn við yfirgang bæði japanskra stjórnvalda og bandaríska hersins, að það er þeim mikilvægur draumur að losna við herinn af eyjunum.
  Okinawa er meðal minnstu og fátækustu héraða Japans en hefur haft mun meiri áhrif á japönsk stjórnmál og alþjóðasamskipti en ætla mætti. Þrátt fyrir þrönga stöðu sína í svo stóru og fjölmennu landi sem Japan er hafa Okinawanir á grundvelli eigin sögu sýnt óbilandi baráttuþrek sem hefur gert þeim kleift að færast nær takmarki sínu í þessari erfiðu baráttu. Tilraunir til að bæla niður baráttu þeirra hafa nær allar orðið til þess að styrkja samstöðu eyjarskeggja og auka stuðning við málstað þeirra.
  Saga eyjanna frá seinni heimsstyrjöld einkennist af ólgu og röðum smásigra í baráttunni gegn hernáminu. Því miður koma þessir sigrar þó oft í kjölfar viðbragða Okinawana við voðaverkum hermanna eða einstaklega augljósum dæmum um yfirgang yfirvalda sem okinawanskur almenningur getur ekki litið framhjá. Þessi yfirgangur ýtir því enn frekar undir samstöðu og baráttuvilja íbúanna.
  Þá hafa Okinawanir lært að beita fyrir sig mikilli kænsku í langvinnri baráttu sinni og hafa fléttað saman við hana náttúruverndarsjónarmiðum, friðarhugsjónum og hugmyndum um sérstöðu eyjanna innan Japans. Á þeim grundvelli hafa þeir tryggt sér aukinn stuðning við baráttu sína fyrir því að losna við herinn innan megineyja Japans, og jafnvel víðar í alþjóðasamfélaginu.
  Þótt herinn sé enn ekki farinn hefur margt þróast til betri vegar fyrir Okinawani og er það einkum þeirra eigin barátta sem hefur orðið til þess.

 • Útdráttur er á ensku

  Okinawa is a small island chain with a lot of spirit. The islands’ history as a peaceful wonder of natural beauty has sadly been replaced by gigantic military installations and a new role as the cornerstone of US military presence in East Asia. This has caused the local islanders some chagrin, and since the end of World War II they have fought constantly and diligently to be absolved of the burden of this presence.
  The islands’ history is commonly seen as little more than a footnote in the history of US-Japan relations and military cooperation. In reality Okinawans would like nothing more than to rid themselves of the occupation forces of the US military and have repeatedly shown their skills at combating the overzealousness of both the Japanese government and US forces since the occupation began.
  Despite being among the smallest and poorest prefectures in Japan, its clout in both Japanese politics and international relations is much bigger than expected. In spite of their stature within as large a country as Japan really is, Okinawans have by building on their own history shown great perseverance in this battle which has helped bring them closer to many of their goals in this gargantuan task. The backlash from most attempts at smothering this activism has resulted in growing solidarity and support for Okinawa's cause.
  Since World War II the islands’ history has been characterized by unrest and a series of minor victories for the Okinawan anti-military movement. Sadly, these victories are usually the result of an even greater unrest, following atrocities performed by the occupying forces or the authorities having so obviously over-stepped their bounds, that the Okinawan public can no longer let it pass. As such, those injustices have only served to increase their unity and tenacity.
  Okinawans have also learned to fight with more subtlety and craft. To build support they have made clear ties between their battle against military presence and the conservation of nature, peace ideals and Okinawan uniqueness within Japan. The support they have gained on these grounds has not only grown within Okinawa but within Japanese society as a whole, and even the international community.
  Even though they still carry the heavy burden of a very large military presence, a lot of things have been moving in the right direction for Okinawa, and for that they have no one to thank but themselves.

Samþykkt: 
 • 9.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11551


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð um Okinawa.pdf216.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna