is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11552

Titill: 
  • Virkni og aðlögun vímuefnaneytenda í bata. Helstu áhrifaþættir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að afla upplýsinga um virkni og aðlögun vímuefnaneytenda sem hafa lokið meðferð og eru á batavegi. Ennfremur að varpa ljósi á helstu áhrifaþætti sem tengjast árangri og bata. Notaðir voru ASEBA sjálfsmatslistar, sá hluti þeirra sem nær til virkni og aðlögunar. Þeir voru lagðir fyrir níu skjólstæðinga Grettistaks tvisvar sinnum með átta mánaða millibili. Grettistak er endurhæfingarúrræði með áherslu á náms- og starfsendurhæfingu og miðar að því að koma skjólstæðingum af fjárhagsaðstoð. Í úrtakinu voru sex karlar og þrjár konur. Skoðuð voru skráð gögn og fengnar tölulegar niðurstöður í T-gildum. Listinn samanstendur af sex kvörðum sem ná til vinatengsla, hjúskaparstöðu, fjölskyldutengsla, atvinnu og náms auk þess sem persónulegur styrkur er metinn. Saman gefa þeir mynd af heildaraðlögun og virkni skjólstæðings. Að auki var gerð ítarleg úttekt á rannsóknum og reynslu af meðferðarstarfi vímuefnaneytenda. Niðurstöður sýndu að aðlögunarfærni jókst hjá rúmlega helmingi skjólstæðinganna, vina- og fjölskyldutengsl voru breytileg. Einn skjólstæðingur var í atvinnu við lok tímabilsins. Átta þeirra voru í námsúrræði. Hjá öllum skjólstæðingunum mældist persónulegur styrkur yfir viðmiðunarmörkum á báðum mælingum. Fræðileg úttekt bendir til þess að víðtækur stuðningur sem felur í sér örugga og stöðuga búsetu, jákvæð félagsleg tengsl og þátttöku á vinnumarkaði sé afar mikilvægur varðandi þróun bata og framtíðarhorfur vímuefnaneytenda. Fleiri þættir eru taldir hafa áhrif og þar má sérstaklega nefna áhugahvöt, vilja, styrkleika og valdeflingu. Niðurstöður ættu að koma að gagni fyrir félagsráðgjafa og annað fagfólk sem starfar að málefnum vímuefnaneytenda hér á landi.

Samþykkt: 
  • 9.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11552


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elísabet Bjarna.pdf983.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna