is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1156

Titill: 
 • Viðhorf unglinga á Akureyri til frétta : réttur barna, skyldur uppeldisaðila
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um viðhorf unglinga til frétta í fjölmiðlum landsins. Auk þess verður litið til með hvaða hætti þeir móttaki þær upplýsingar sem felast í fréttum. Litið er til margvíslegra þátta er snerta ábyrgð uppeldisaðila gagnvart unglingum, skyldur uppeldisaðila og réttindi unglinga. Fjallað er um þau áhrif sem aukið magn og form frétta geta haft á unglinga og hvort, hverjir og hvernig hægt sé að bregðast við þeim breytingum.
  Gerð var könnun meðal nemenda í 8. 9. og 10. bekk í grunnskólum á Akureyri. Þetta var gert til að geta alhæft um skoðanir og hugmyndir þeirra er fréttaflutning varðar. Sérstök áhersla var lögð á að athuga meðvitund þeirra er varðar það sem fram kemur í fréttum.
  Niðurstöður könnunarinnar sýna að betur þarf ef duga skal. Nemendur fylgjast lítið með fréttum, hafa takmarkaðan áhuga á þeim og meðtaka ekki nægjanlega vel það sem þar kemur fram. Athygli vekur að unglingar virðast ekki leggja nægilega gagnrýnið mat á fréttir og virðist tíðni samskipta við foreldra hafa áhrif þar á. Þá vekur athygli að unglingar ræða mjög sjaldan um efni frétta við kennara sína, þrátt fyrir þau jákvæðu áhrif er samskipti við fullorðna virðast hafa.
  Þeir aðilar er sinna uppeldi og menntun barna og unglinga mega og ættu að bregðast við þessum niðurstöðum. Ríkið getur t.a.m. boðið upp á fræðslu til handa foreldrum í samstarfi við kennara í grunnskólum. Skólakerfið getur brugðist við, með kennslu í siðfræði þar sem áhersla er lögð á gagnrýna hugsun, bættu samstarfi heimilis og skóla og að siðferðisuppeldi sé haft að leiðarljósi í öllu starfinu. Ríkisvaldið getur þar að auki tekið skýrari stefnu hvað varðar fréttir Ríkissjónvarpsins, sérstaklega hvað varðar skyldu þess gagnvart börnum og unglingum. Foreldrar geta dregið þá ályktun af þessum niðurstöðum, auk fjölda annarra kannana, að samskipti við börn þeirra skipta verulegu máli fyrir alla velferð þeirra.

Samþykkt: 
 • 1.1.2002
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1156


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
vidhorfungl.pdf512.94 kBOpinnViðhorf unglinga á Akureyri til frétta - heildPDFSkoða/Opna