is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11560

Titill: 
  • Orðræðan um íslenskan her árið 1953
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Við áramótin 1952 birtust áramótagreinar eftir Bjarna Benediktsson utanríkis- og dómsmálaráðherra, og Hermann Jónasson landbúnaðarráðherra þar sem þeir lögðu til stofnun íslensks herliðs eða einskonar þjóðvarnarliðs. Ráðherrarnir höfðu líklega einhver samráð með birtingu hugmynda sinna, en lögðu þó mismikla áherslu á hlutverk herliðsins. Hér lá einkum tvennt að baki: Í fyrsta lagi var markmiðið að aðstoða Bandaríkjaher við varnir landsins og mögulega að taka við vörnunum að einhverju leyti. Í öðru lagi skyldi efla ríkisvaldið og koma í veg fyrir innanlandsófrið. Hugmyndir ráðherrana voru ekki fyllilega sambærilegar. Bjarni lagði meiri áherslu á ytri varnir landsins á meðan Hermanni var umhugaðra um þær innri. Þá færði Bjarni rök fyrir sinni hugmynd með sjálfstæðis- og fullveldishugmyndum en Hermann undirstrikaði eflingu ríkisvaldsins. Áramótagreinar ráðherranna vöktu upp mikla umræðu um hervæðingu landsins, en málið gagnsýrði þjóðfélagsumræðu fyrri hluta árs 1953. Fjölmargar hugmyndir um meint hlutverk hins íslenska herliðs fæddust á síðum dagblaðanna, og voru margar hverjar þeirra fremur fjarstæðukenndar. Viðbrögð almennings og stjórnarandstöðunnar voru mest megnis neikvæð.
    Í þessari ritgerð verður fjallað um þetta mál og umræðuna um það. Hugmyndir ráðherranna tveggja verða greindar og ástæða þess að þeir lögðu þær fram kannaðar. Orðræðan um íslenska herliðið verður skoðuð, ekki síst með tilliti til umfjöllunar í dagblöðum og viðhorfa almennings og félagasamtaka. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ráðherrarnir hafi fyrst og fremst ætlað sér að kanna viðhorf almennings til íslensks herliðs til að meta hvort stofnun slíks liðs væri raunhæf. Ef herliðið hefði verið stofnað hefði það eflaust tekið þátt í vörnum landsins samhliða Bandaríkjamönnum og þjónað sem vörn gegn óeirðum og uppreisnum. Sýnt verður fram á að viðhorf almennings til hugmyndarinnar voru mest megnis neikvæð og varð það til þess að ráðherrarnir drógu málið í land. Þegar kosið var til Alþingis í júní 1953 var herhugmyndin notuð í kosningaáróðri stjórnarandstöðunnar. Ætla má að sá áróður og hin almenna umfjöllun um íslenska herliðið hafi verið þáttur í sigri Þjóðvarnarflokks í kosningunum.

Samþykkt: 
  • 9.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11560


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Orðræðan um íslenskan her árið 1953.pdf756.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna