is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11567

Titill: 
  • Santiago Sierra og pólitísk ádeila í listum: Ádeilan í verkum Sierra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Pólitísk list hefur orðið vinsæl á undanförnu árum, list sem ber með sér ádeilu í einhverju formi. Listamaðurinn Santiago Sierra vinnur nánast eingöngu með slíka list, en hans helsta ádeila er á hið kapítalíska samfélag og það sem það hefur í för með sér, eins og notkun einstaklinga, stéttarskipting og ósýnileiki hluta samfélagsins. Í þessari ritgerð verður fjallað nánar um list Sierra, þá verða tekin fyrir einstök verk; NO, Heimsreisa, Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni, 465 einstaklingum greidd laun, húðflúraverk hans og þáttaka hans á Feneyjartvíæringnum. Reynt verður að komast að því hvort pólitísk ádeila hans virki í list hans með skoðun á skrifum og kenningum fræðimanna eins og Nicolas Bourriaud, Claire Bishop, Shannon Jackson og Jacques Ranciére. Einnig verða skoðanir Sierra hafðar til hliðsjónar og ummæli hans um verk sín.
    Til þess að skilja sérstkalega kenningar Bourriaud og Bishop eru hugtökin velstalist (e. relational art) og mótsögn (e. antagonism) skilgreind. Fræðileg umræða pólitískrar listar skiptist í nokkra þætti í ritgerðinni; vettvang, þátttakendur, fagurfræði og ádeila, samfélagið og listin. Mikilvægi áhorfenda og umfjöllun um hvað virkar og hvað virkar ekki í pólitískri list eru einnig sérstök umfjöllunarefni. Allir þessir þættir koma saman til þess að mynda niðurstöðu um hvort pólitísk ádeila virki í verkum Sierra.

Samþykkt: 
  • 9.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11567


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerð_endurprentun2.pdf1.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna