en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11572

Title: 
  • is Sérstaða kvenfanga
Submitted: 
  • June 2012
Abstract: 
  • is

    Tilgangur verkefnisins var að auka áhuga og þekkingu á málefnum kvenfanga á Íslandi. Auka þekkingu á þörfum þeirra og sérstöðu í von um að frekari rannsóknir yrðu gerðar á sviðinu. Í verkefninu var sérstaklega skoðað hver sérstaða og bakgrunnur kvenfanga var og hverjar voru þarfir þeirra. Verkefnið var heimildaritgerð og voru því skoðaðar bæði erlendar og íslenskar rannsóknir um efnið, til þess að svara rannsóknarspurningunum.
    Helstu niðurstöður voru að kvenfangar eiga sér flestar langa sögu um vímuefnavanda og hafa orðið fyrir ofbeldi af einhverju tagi. Margar þeirra glíma við alvarlega andlega og líkamlega sjúkdóma og þurfa meiri læknisaðstoð heldur en karlfangar. Afar stór hluti íslenskra kvenfanga eru mæður og eru börn þeirra flestra undir 18 ára aldri. Stór hluti íslenskra kvenfanga ólst upp hjá báðum foreldrum og allt að helmingur þeirra ólst upp við óreglu á heimili. Þær eiga flestar að baki stutta skólagöngu og brotna sögu um atvinnuþátttöku. Þær þurfa félagslegan stuðning, húsnæði eftir afplánun, iðjuþjálfun og persónulega ráðgjöf. Og alls staðar í heiminum afplána konur frekar dóma fyrir auðgunar- eða fíkniefnabrot heldur en ofbeldisbrot. Brotin voru oftast framin til þess að fjármagna eigin neyslu eða vegna fjárhagslegrar pressu.

Accepted: 
  • May 9, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11572


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Berghildur Pálmadóttir.pdf565.07 kBOpenHeildartextiPDFView/Open