en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11577

Title: 
 • Title is in Icelandic H-hljóðun í framstöðu í máli Birtu
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Þessi ritgerð er lögð fram til B.A.-prófs í íslensku á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Í henni er fjallað um framburðarfrávik í máli íslenskrar stúlku á þriðja ári. Aðallega er fjallað um h-hljóðun í máli hennar en með því hugtaki er átt við það þegar samhljóði í framstöðu er skipt út fyrir /h/ en það er eitt af þeim framburðarfrávikum sem geta komið fram hjá börnum á máltökuskeiði. Málhljóðapróf ÞM (2011) var lagt fyrir stúlkuna, hér kölluð Birta, þrisvar á tveggja mánaða fresti eða þegar hún var 2;7:26, 2;9:21 og 2;11:29 ára.
  Áður en niðurstöður þeirrar rannsóknar eru kynntar er farið yfir þau hljóðfræði- og hljóðkerfisfræðilegu atriði, með áherslu á önghljóð, sem þykja vera grundvöllur fyrir umræðu um framburðarrannsóknir. Gefið er yfirlit yfir helstu niðurstöður þeirra tveggja framburðarrannsókna sem gerðar hafa verið á íslenskum börnum, þ.e. rannsókn Indriða Gíslasonar og félaga (1986) og Þóru Másdóttur (2008), og niðurstöður sem tengjast h-hljóðun á einhvern hátt dregnar fram. Að því loknu er fjallað um niðurstöður framburðarathugunarinnar á Birtu og þær bornar saman við niðurstöður fyrri rannsókna.
  Helstu niðurstöðurnar úr athugunum á framburði Birtu eru þær að við fyrstu prófun setur hún /h/ í stað tólf samhljóða í framstöðu, þ.e. [n], [kʰ], [j], [v], [tʰ], [f], [θ], [ç], [l̥], [p], [l] og [k], en af þeim eru fimm önghljóð, þ.e. [j], [v], [f], [θ] og [ç]. Fjórum þessara önghljóða skiptir hún alltaf út fyrir /h/, þ.e. [j], [v], [θ] og [ç], en önghljóðinu [f], ásamt hinum hljóðunum, skiptir hún út fyrir /h/ í einhverjum tilfellum en í öðrum ber hún þau hljóð rétt fram. Í næstu prófun eru frávik í máli hennar mun færri og h-hljóðun aðeins notuð á fjögur önghljóð í framstöðu en þau eru [v], [f], [θ] og [ç]. Þau tvö síðastnefndu eru þau einu sem hún skiptir alltaf út fyrir /h/ en hin tvö ber hún rétt fram í einhverju tilfelli. Í síðustu prófuninni kom h-hljóðun ekki fram hjá henni. H-hljóðun hverfur því smám saman úr máli hennar á athugunartímabilinu. Þetta frávik í máli Birtu er borið saman við niðurstöður fyrri rannsókna og kemur í ljós að notkun Birtu á h-hljóðun er í samræmi við niðurstöður þeirra.

Accepted: 
 • May 9, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11577


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaritgerð copyAðalpdf.pdf1.16 MBOpenHeildartextiPDFView/Open