en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11579

Title: 
 • is Úr nýjustu tísku í frábær skemmtilegheit. Einkenni og þróun auglýsingamáls í íslenskri blaðaútgáfu
Submitted: 
 • May 2012
Abstract: 
 • is

  Þessi ritgerð er lögð fram til B.A.-prófs í íslensku á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Í henni er auglýsingatexti í íslenskum dagblöðum fyrr og nú skoðaður, farið yfir hvað einkennir hann og hvernig ákveðnir þættir í málfari og tungutaki hafa þróast. Grunnurinn að ritgerðinni var lagður með lestri á blöðum sem aðgengileg eru á vefsíðunni timarit.is, fyrst og fremst Morgunblaðinu og Fréttablaðinu en einnig viku- og hálfsmánaðarritinu Þjóðólfi þar sem dagblaðaauglýsingar 20. aldar eru beint framhald þeirra auglýsinga er ber fyrir í viku- og hálfsmánaðarritum 19. aldar. Í fyrsta og öðrum kafla er farið yfir hvernig auglýsing hefur verið skilgreind og vikið að því sem einkennir auglýsingatexta.
  Í þriðja kafla er farið efni og orðræðu fyrstu íslensku auglýsinganna í blöðum 19. aldar og í fjórða kafla er í framhaldi fjallað um fyrstu merki þess að einhver þróun sé að verða á auglýsingatexta hérlendis.
  Í fimmta kafla er litið til þess hvernig lesandinn hefur verið ávarpaður í auglýsingum og hvernig sá sem ávarpar hefur vísað til eigin sjálfs. Í því samhengi eru persónufornöfn og algengustu sagnir í boðhætti árið 1961 og 2001 skoðuð.
  Umfjöllunarefni sjötta kafla eru svokallaðir frasar sem eru áberandi í auglýsingamáli og hafa verið skilgreindir sem margtuggnar setningar. Má þar nefna næg bílastæði og sjón er sögu ríkari.
  Í sjöunda kafla er hlutverk lýsingarorða í auglýsingum skoðað og greint frá tilhögun og niðurstöðum rannsóknar á lýsingarorðum sem gerð var með því að skoða hver þeirra voru oftast notuð árin 1961, 1971, 1981, 1991, 2001, 2007 og 2011.
  Í lokaorðum eru helstu atriði ritgerðarinnar dregin saman. Erfitt er að styðjast við almennar skilgreiningar á auglýsingu því tungumálið sem lýsa á fyrirbærinu hefur ekki náð að halda í við hraða þróun í auglýsingaheiminum og einkenni auglýsingamáls eru því margbreytileg. Auglýsingatexti hefur tekið hægfara breytingum en í grunninn er textinn klassískur. Gagnvart lesandanum er stíllinn nærgöngulli en um leið er auglýsandinn fjarlægari.

Accepted: 
 • May 9, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11579


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Júlía Margrét.pdf1.1 MBOpenHeildartextiPDFView/Open