en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1157

Title: 
 • Title is in Icelandic Þögnin rofin : samkynhneigð í grunnskólum
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Eftirfarandi verkefni er lokaverkefni til B.Ed.- prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri, vormisseri 2003. Gerðar voru tvær athuganir á viðhorfum til fræðslu um kynhneigð í grunnskólum. Annars vegar viðhorfum umsjónarkennara í grunnskólum og hins vegar viðhorfum sam- og tvíkynhneigðra á aldrinum 20-30 ára. Tilgangurinn var að athuga þessara til fræðslu um kynhneigð í grunnskólum. Niðurstöður athugananna leiða í ljós að þátttakendum fannst fræðsla um kynhneigð eiga heima í grunnskólum.
  Eitt helsta markmið menntunar er að búa nemendur undir lífið í samfélaginu og er grunnskólum skylt að taka við öllum börnum hvernig sem atgervi þeirra er til líkama og sálar, félagslegt og tilfinningalegt ásigkomulag eða málþroska. Einnig ber grunnskólum að mennta öll börn á árangursríkan hátt.
  Samkynhneigð hefur verið við lýði frá örófi alda og hefur ýmist verið talin dyggð, synd, sjúkdómur eða glæpur allt eftir því hver tíminn var. Nú á dögum er samkynhneigð orðin órjúfanlegur hluti af samfélaginu, samt glímum við enn við afneitun og þögn sem hefur umlukið samkynhneigða einstaklinga í grunnskólum. Því er umhugsunarvert fyrir kennara á hvern hátt þeir bregðist við þegar samkynhneigð ber á góma og þurfa kennarar fyrst og fremst að átta sig á að þeirra hlutverk er ekki að ákvarða hvort það er rétt eða rangt að vera samkynhneigður, aðeins að koma nemendum sem best út úr grunnskólanum. Það gerir skólinn best með því að samþykkja og viðurkenna einstaklinga eins og þeir eru.

Accepted: 
 • Jan 1, 2003
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1157


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
thognin.pdf2.09 MBOpenÞögnin rofin - heildPDFView/Open