is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1158

Titill: 
  • Gamalt vín á nýjum belgjum : lífsleikni, félagsþroski og tilfinningagreind í leikskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á síðustu árum hafa komið upp nýjar kenningar sem eru að ryðja sér til rúms í leikskólastarfi í ljósi umræðna í samfélaginu um agaleysi og siðleysi í skólum. Leikskólar hafa brugðist við þessu með ýmsu móti og sem dæmi má nefna þróunarverkefni sem gengur út á að flétta lífsleikni inn í allt leikskólastarfið og miðar þannig að því að rækta persónulega mannkosti og alhliða þroska einstaklingsins til að hann megi verða heilsteyptari og geti tekist á við kröfur og áskoranir daglegs lífs. Ólík nálgunarleið hefur einnig skotið upp kollinum víða í leikskólum en það er tilbúinn „kennsluefnispakki“ sem snýr að félagsþroska og tilfinningagreind. Í ritgerðinni er stutt umfjöllun um kenningar ýmissa fræðimanna um lífsleikni, félagsþroska og tilfinningagreind og þá er fjallað lítillega um hvernig leikskólinn getur tekist á við hlutverk sitt.
    Rannsókn þessi beinist fyrst og fremst að því hvort og þá hvernig lífsleikni, tilfinningagreind eða félagsþroski hafi verið „kennd“ í leikskólum fyrir fimmtán til tuttugu árum og hvort leikskólakennarar telji að mikil breyting hafi orðið á þessu tímabili. Einnig er sjónum beint að leikskólastarfi síðustu fimm ár og leitast er við að meta áhrif breytinganna.
    Til að leita svara við rannsóknarspurningunni voru tekin viðtöl við sex leikskólakennara sem hafa reynslu af að vinna með börnum í leikskóla. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að þessar greinar hafi verið kenndar í leikskólum fyrir fimmtán til tuttugu árum, þeirri kennslu var ekki þröngt sniðinn stakkurinn heldur fléttaðist inn í allt leikskólastarfið. Það gekk einnig eins og rauður þráður í gegnum öll viðtölin að viðmælendur skynjuðu miklar breytingar í samfélaginu sem endurspeglast í leikskólastarfinu.

Samþykkt: 
  • 1.1.2003
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1158


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
gamaltvin.pdf500.7 kBOpinnGamalt vín á nýjum belgjum - heildPDFSkoða/Opna