en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11581

Title: 
  • Title is in Icelandic Með kínverskum einkennum: Íslendingar í Kína á öndverðri 20. öld og viðhorf þeirra til kristniboðs
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð er fjallað um tvo Íslendinga sem bjuggu í Kína á fyrri hluta 20. aldar, þau Oddnýju Erlendsdóttur Sen, kennara, og Ólaf Ólafsson, trúboða. Saga þeirra í Kína er hér rakin og reynsla þeirra sett í samhengi við sögu kínversks samfélags þess tíma. Þau skrifuðu bækur sem byggja á reynslu þeirra þar eystra, Ólafur 14. ár í Kína og Oddný Kína: Æfintýralandið, og eru þær svo notaðar til þess að draga fram viðhorf þeirra til kínversks samfélags. Viðhorf Vesturlanda til Kína má flokka í tvo hópa: annars vegar þeir sem telja að Kínverjar ættu að horfa til menningar Vesturveldanna til þess að byggja samfélag sitt, og hins vegar þeir sem sækjast eftir því að skilja Kína á eigin forsendum og telja að Kína eigi að halda sínum einkennum og byggja samfélagið á eigin menningararfi. Segja má að Ólafur og Oddný séu hvort um sig fulltrúar þessara andstæðu viðhorfa. Sem fræðimaður leitaðist Oddný við að öðlast þekkingar á framandi samfélagi og viðhorf hennar svipaði til þess síðarnefnda, en sem kristnitrúboði var Ólafur sannfærður um að það þyrfti að bjarga Kína, snúa Kínverjum til kristni svo samfélagið gæti orðið betra og þannig fellur viðhorf hans að því fyrrnefnda. Því næst er rakin saga kristni og kristnitrúboðs í Kína, í grófum dráttum frá árinu 635 fram á okkar daga. Tilgangur þess er að skoða hvort kínverskt samfélag taki almennt hreint upp hugmyndafræði sem til þess berst, eða hvort algengara sé að samfélagið felli þær að ríkum menningarheimi landsins og þannig verði utanaðkomandi hugmyndafræði í Kína jafnan með kínverskum einkennum.

Accepted: 
  • May 9, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11581


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
stefanolafsson_medkinverskumeinkennum.pdf462.86 kBOpenHeildartextiPDFView/Open