is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11582

Titill: 
 • Bjartsýnisblokkirnar. Húsnæðismál fatlaðra frá 1946 til 2011.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er húsnæðismál fatlaðra á árunum frá 1946 til ársins 2011, með áherslu á byggingu fjölbýlishúsa Öryrkjabandalagsins í Hátúni. Ljóst er að um er að ræða einn fátækasta hóps landsins sem fyrir stofnun Öryrkjabandlagsins var háður samfélaginu um velferð sína. Ákvörðun forsvarsmanna Öryrkjabandalagsins að ráðast í byggingarframkvæmdir og taka með því ábyrgð á húsnæðismálum félagsmanna sinna er áhugaverð sérstaklega í ljósi þess að bandalagið klofnaði nýlega sem að stóru leyti má rekja til framkvæmdanna.
  Skoðað verður hvernig húsnæðismál öryrkja fyrir stofnun Öryrkjabandalagsins voru í Reykjavík, stofnun bandalagsins og hvernig byggingarframkvæmdir bandalagsins voru skipulagðar, fjármagnaðar og framkvæmdar. Loks verður skoðað afleiðingar framkvæmdanna og deilur innan Öryrkjabandalagsins á síðari árum.
  Ritgerðin byggir á greinum í tímaritum aðildarfélaga Öryrkjabandalagsins og fundargerðum og öðrum skjölum af heimasíðu Öryrkjabandalagsins og aðildarfélaga þess. Einnig er notast við umræður á Alþingi, fræðirit, blaðagreinar og viðtal við einn stofnanda Sjálfsbjargar, landsambands fatlaðra, og Öryrkjabandalagsins Ólöfu Ríkarðsdóttur.
  Niðurstaða ritgerðarinnar benda til þess að húsnæðisstaða öryrkja fyrir árið 1966 hafi réttlætt byggingarframkvæmdirnar í Hátúni. Hins vegar er ljóst að með framkvæmdunum hafi orðið aðskilnaður á milli íbúa blokkanna og almennings. Þá er einnig ljóst að með byggingu blokkanna í Hátúni hafi sjóðir Öryrkjabandalagsins tæmst sem olli því að ekki var unnt að ráðast í aðrar framkvæmdir til þess að leysa húsnæðisvanda annarra félagsmanna, sem var brýnn. Aðskilnaður öryrkja frá öðrum meðlimum samfélagsins sem og fjárskortur ollu deilum sem meðal annars leiddu til úrsagnar stærsta aðildarfélags Öryrkjabandalagsins, Geðhjálp, úr bandalaginu á síðasta ári, 2011.

Samþykkt: 
 • 9.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11582


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Finnur Jónason.pdf482.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna