is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11583

Titill: 
  • Menntun fósturbarna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er nám og skólaganga fósturbarna. Markmið ritgerðarinnar er að svara spurningum sem eru hvernig skólaganga fósturbarna hefur verið og hvaða menntunarstigi þau ljúka. Fjallað verður um helstu skilgreiningar á fóstri og hvernig fósturráðstöfunum er háttað í öðrum löndum. Farið verður yfir barnaverndaryfirvöld og sérstaklega tekin fyrir barnavernd, barnaverndarnefndir og Barnaverndarstofa. Loks er fjallað um fósturbörn, hverjir helstu áhættuþættir í fóstri eru, nám fósturbarna og hvernig og hvaða áhrif fósturráðstöfun getur haft á skólagöngu barna. Notast var við bandarískar rannsóknir að mestu í umfjölluninni en þó var einnig notast við rannsóknir frá Noregi og Svíþjóð þegar skoðuð var skólaganga barna og hvers þau mega vænta í sambandi við nám. Niðurstaðan er sú að fósturbörn eiga erfiðara með nám. Í flestum tilfellum þurfa þau að flytja þegar þau fara í fóstur og við það myndast gat í menntun þeirra sé ekki sérstaklega hlúð að henni. Nám á það til að gleymast í vinnu barnaverndaryfirvalda því þar er fyrst og fremst hugsað um að fullnægja andlegum og líkamlegum þörfum barna en námsþörf barnanna getur gleymist. Skólar, kennarar, fósturforeldrar og félagsráðgjafar geta verið meira vakandi fyrir fósturbörnum og þeirra skólagöngu því það er margt sem þessir aðilar geta gert til þess að breytingin sem fylgir því að vera sett/ur í fóstur og til að röskun á námi barnsins verði sem minnst.

Samþykkt: 
  • 9.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11583


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íris Lind.pdf516.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna