is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11584

Titill: 
  • Loksins lokhljóðun á undan s. Ks-framburður í Reykjavík 2012
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar var að kanna framvindu málbreytingar sem nefnist ks-framburður. Hann er nýjung sem kom líklega upp á 8. áratug 20. aldar en líklega hefur tungumálið farið í hring því talið er að hljóðaklasinn hafi verið borinn fram með lokhljóði í forníslensku. Ks-framburður á sér ýmsar hliðstæður í íslenskri málsögu og íslenska virðist hafa tilhneigingu til að lokhljóða önghljóð í rími atkvæða (og raunar víðar) ef þau eru hluti af klasa sem samanstendur af tveimur önghljóðum eða önghljóði og hljómanda. Margar lokhljóðanir hafa orðið í íslensku, allt frá fornmáli til nútímamáls. Ýmsar hafa gengið til baka, sumar vegna þess að þær eru auðheyrðari og en ks-framburðurinn og þykja jafnvel ljótt mál.
    Líklegt er að þessi breyting sé að verða vegna þess að þessi hljóðaklasi þyki óþægilegur eða óæskilegur (um er að ræða tvö mjög hljóðfræðilega lík hljóð) og hefur frálíking verið nefnd í þessu sambandi. Tvær leiðir hafa því orðið til sem leysa það „vandamál” sem klasinn er, annars vegar ks-framburður og hins vegar raddaður framburður ( [ɣs] ) en sá framburður finnst einkum í Öræfasveit.
    Á 9. áratug 20. aldar voru gerðar tvær rannsóknir á ks-framburði, annars vegar Rannsókn á íslensku nútímamáli sem Höskuldur Þráinsson og Kristján Árnason gerðu og hinsvegar skoðaði Þóra Másdóttir ks-framburð í B.A.-ritgerð árið 1986. Aldurshópar í rannsókn 2012 voru 12-20 ára, 46-55 ára og 71 árs og eldri (þrír af fimm aldurshópum úr RÍN) og eru niðurstöður 2012 í tölum nokkuð óvænt í raun þær sömu og í RÍN en hærri en hjá Þóru Másdóttur. Yngsti hópurinn er með tæplega 150 í einkunn, miðhópurinn með rúmlega 110 og ks-framburður er vart mælanlegur í elsta hópnum. Þessi framburðarbreyting virðist því hafa staðið í stað síðustu 30 ár en litlar breytingar í tölum má hugsanlega skýra með smáu úrtaki rannsóknar 2012, sem var 30 manns.

Samþykkt: 
  • 10.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11584


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristján Friðbjörn Sigurðsson.pdf412.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna