is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1159

Titill: 
  • Heyrnarskert barn í leikskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð hefst á stuttu ágripi um sögu heyrnarlausra allt frá Róm til forna, hvernig kenning Aristótelesar um heyrnarlausa var mistúlkuð, og til okkar daga. Á um hundrað ára tímabili var svokölluð einangrunar- eða óral-stefna við lýði við kennslu heyrnarlausra en hún fól í sér að þeim skyldi kenna að lesa af vörum, læra að tala með hjálp kennara og var táknmálið þá tekið út úr kennslunni. Jafnframt er fjallað um heyrn, skynfæri, heyrnarmælingar og einkenni heyrnarskerðingar. Táknmál, móðurmál heyrnarlausra og mikilvægi þess í heimi þeirra er gert að umfjöllunarefni. Þá er fjallað er um málþroska, bæði heyrandi og heyrnarlausra barna og hann borinn saman. Heiltæk skólastefna tekur mið af því að öll börn fái viðeigandi verkefni í samræmi við þarfir þeirra og getu. Því þótti ástæða til að gera grein fyrir samvinnu starfsfólks leikskóla við foreldra sem er grundvöllur þess að einstaklingsnámskrá sé unnin með raunverulegar þarfir barnsins í huga. Gerð var vettvangsathugun í einum leikskóla þar sem heyrnarskert barn dvelur. Niðurstöður hennar benda til þess að oft geti verið erfitt fyrir starfsfólk leikskóla að átta sig á að eitthvað sé að heyrn barns, jafnvel þess sem vitað er að er heyrnarskert. Sé svo, þá má álykta að tilhneiging geti verið til að gera meiri kröfur til barnsins en eðlilegt er. Niðurstöður könnunarinnar eru ræddar í ljósi fræðilegrar vitneskju um heyrnarskerðingu og heyrnarleysi.

Samþykkt: 
  • 1.1.2003
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1159


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
heyrnask.pdf563.86 kBOpinnHeyrnarskert barn í leikskóla - heildPDFSkoða/Opna